Á tíma leit þannig út að aðeins einn maður væri á vellinum. J’Nathan Bullock leikmaður Grindavíkurliðsins fór hamförum þegar Grindavík lagði ÍR að velli með eins stigs mun, 90-89. Bullock skoraði 51 stig og hirti 14 fráköst en það var Giordan Watson sem reyndist hetja okkar manna þegar hann skoraði sigurkörfuna á síðustu sekúndu leiksins.
Páll Axel Vilbergsson átti góða innkomu hjá Grindavík og skoraði 20 stig en sem fyrr er áhyggjuefni hversu lítið ber á öðrum heimamönnum í liðinu.
Grindavík hefur nú sex stiga forskot á toppi deildarinnar með 26 stig en ÍR situr í 7. sæti með 12 stig eins og Fjölnir, Tindastóll og Njarðvík.
Grindavík: J’Nathan Bullock 51/14 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 20/5 fráköst, Giordan Watson 9, Ómar Örn Sævarsson 3/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 3, Jóhann Þór Ólafsson 2/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 2, Þorsteinn Finnbogason 0, Ólafur Ólafsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0, Ryan Pettinella 0.
Mynd: Karfan.is