Grindvíkingar hafa bætt tveimur leikmönnum í hópinn fyrir baráttuna í Pepsi-deild kvenna á komandi sumri, en hinar bresku, Rio og Steffi Hardy, gengu frá samningi við liðið í vikunni. Þær systur eru báðar 21 árs, Rio er sóknarmaður og Steffi varnarmaður. Báðar hafa spilað þær með Blackburn Rovers á Englandi. Þær munu koma til Grindavíkur í maí en þær leika háskólafótbolta í South Alabama þar sem þær leggja stunda nám. Verða þær systur vonandi skemmtileg viðbót við ungt og efnilegt lið Grindavíkur.
