Blikar tóku öll stigin í rigningunni í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar áttu ekki góðan leik gegn Breiðibliki hér í Grindavík á laugardaginn, en gestirnir fóru með öll 3 stigin með sér heim. Lokatölur leikins urðu 0-2 gestunum í vil en mörkin létu bíða eftir sér fram á 62. mínútu þegar Sveinn Aron Guðjohnsen kom Blikum á bragðið og skömmu seinna innsiglaði Gísli Eyjólfsson sigur þeirra.

Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar hafa oft verið betri í Grindavík en um miðjan seinni hálfleik fór að rigna mjög hressilega og virkuðu heimamenn afar þungir í öllum sínum aðgerðum. Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, gat þess í viðtali eftir leik að hann hefði sennilega lagt vikuna vitlaust upp og hans menn hefðu einfaldlega verið of þreyttir eftir erfiðar æfingar í vikunni. Þeir fá ekki langan tíma til að safna þreki á ný því næsti leikur er útileikur gegn Fjölni á fimmtudaginn. Eftir það verður hlé á deildinni og eiga Grindvíkingar næst leik á útivelli gegn ÍBV 1. júlí.

Þessi úrslit þýða að Grindavík fer niður í 3. sæti en deildin er afar jöfn í upphafi móts og allir virðast geta unnið alla, nema Keflavík sem hefur enn ekki unnið leik.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn

Viðtal við Óla Stefán eftir leik: