Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík, eftir aðeins sjö deildarleiki. Gengi liðsins hefur verið nokkuð undir væntingum en aðeins 2 leikir hafa unnist og síðast í gærkvöldi tapaði liðið gegn Stjörnunni, 67-59. Leit að eftirmanni Björns er nú þegar hafin.
Yfirlýsing frá Körfuknattleiksdeild UMFG:
Björn Steinar hefur tilkynnt okkur í stjórn Kkd UMFG að hann muni láta af störfum sem þjálfari meistaraflokk kvenna. Ástæðan er sú að gengi liðsins sé ekki samkvæmt væntingum og því vilji hann stíga til hliðar. Stjórnin meðtekur þetta og er nú farin að leita að nýjum þjálfara fyrir liðið.
Sjórn Kkd UMFG vill fyrst og fremst þakka Bjössa fyrir þennan tíma sem hann var við stjórnina. Það er alltaf erfitt þegar hlutirnir ganga ekki eins og allir vilja en svona er þetta stundum. Við vonumst til þess að geta tilkynnt um nýjan þjálfara sem fyrst.
Áfram Grindavík.
Stjórn Kkd UMFG