Bikarslagur í dag, FSu koma í Mustad höllina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það verður bikarslagur í Mustad höllinni í kvöld þegar karlalið Grindavíkur hefur bikarbaráttu ársins í 32-liða úrslitum. Gestirnir koma frá Selfossi í þetta skiptið, en Grindavík og FSu mættust einmitt í fyrstu umferð Domins deildarinnar þar sem Grindavík fór með eins stigs sigur af hólmi í Iðunni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og ætlar stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG að bjóða gestum uppá pylsur fyrir leik!

Af Facebooksíðu körfunnar:

„Slakið ykkur með sunnudagssteikina gott fólk því karfan býður í pulsupartý fyrir leikinn í kvöld en þá mæta FSU í Mustad-Höllina. Leikurinn í kvöld er í mikilvægari kantinum því þetta er BIKARLEIKUR en þar er bannað að tapa !! Okkar menn skulda nú aðeins frá síðasta leik og dauðlangar að kvitta fyrir ruglið sem boðið var uppá þá !! Við viljum topp mætingu og stuðning og helst að verða étin út á gaddinn þó við reiknum með að verða með nóg að pulsum
 
Við byrjum kl 18:00 og notum tækifærið í að leggja lokahönd á sölu á þeim kortum sem við bjóðum uppá í vetur. Allir velkomnir nema þeir sem eru í fýlu…….þeir mega koma eftir leik

Pylsa + leikur + bikar = Gaman. Sjáumst“