Bikarmeistari í 11. flokki karla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík varð bikarmeistari í 11. flokki karla um helgina. Grindavík sigraði Njarðvík í úrslitaleiknum 77-66 í kaflaskiptum leik. Þjálfari liðsins er Jóhann Páll Árnason leikmaður meistaraflokks.
Leikurinn var ákaflega sveiflukenndur en Grindvíkingar reyndar yfirleitt skrefinu á undan. Staðan í hálfleik var 44-32 Grindavík í vil.

Njarðvík tókst að jafna metin 47-47 en þá vöknuðu Grindvíkingar aftur til lífsins og lögðu Njarðvíkinga að lokum að velli með 11 stiga mun.

Jón Axel Guðmundsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 32 stig og hirti 13 fráköst. Hilmir Kristjánsson skoraði 16 stig og hirti 17 fráköst og Ingvi Þór Guðmundsson skoraði 14. Magnús Már Ellertsson skoraði 6, Hinrik Guðbjartsson 5, Nökkvi Harðarson 3 og Aron Friðriksson 1.

Myndasafn frá leiknum frá karfan.is má sjá hér.