Bikarleikur í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Það er skammt stórra högga á milli hjá Grindavíkurstrákunum í körfubolta. Í gærkvöldi lögðu þeir KR í úrvalsdeildinni en í kvöld, föstudag, taka þeir á móti Leikni í bikarkeppninni kl. 20:00 (átta).

Grindavík tókst ekki að landa bikarmeistaratitlinum í fyrravetur en ætla að gera harða atlögu að titlinum í að þessu sinni.