Bergvin og Hólmar fóru holu í höggi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Tveir grindvískir kylfingar, þeir Bergvin Ólafarson og Hólmar Ómarsson Waage, fór á dögunum holu í höggi á Húsatóftavelli. Bergvin var að ná þessum árangri í fyrsta sinn en Hólmar í sitt þriðja. Bergvin fór holu í höggi á 18. holu vallarins, sem er 112 metrar og sló hann með 52 GR vokey easy. Hólmar aftur á móti var á 4. braut sem er 287 metrar og par 4. Hólmar notaði Titleist 983k driver. Öll skiptin sem Hólmar hefur farið holu í höggi hafa verið á par 4 holum, sem verður að teljast nokkuð merkilegur árangur, en algengast er að kylfingar nái þessum áfanga á par 3 holum.