Þá er komið að fyrsta leik í Domino's deildinni hjá Grindavík þennan vetur og eru það nýliðar Breiðabliks sem koma í heimsókn. Heyrst hefur að leynivopn þeirra grænklæddu, Þorsteinn Finnbogason, sé ekki í leikhæfu ástandi í upphafi tímabils, sem verður að teljast mikill skellur, bæði fyrir Blikana sjálfa sem og aðdáendur Þorsteins í Grindavík.
Húsið opnar kl.18:00 þegar fyrstu börgerarnir munu renna af grillinu, en eins og síðasta vetur munum við selja börgera og kalt að drekka í Gjánni fyrir alla heimaleiki karlaliðsins.
Við munum selja árskort í anddyrinu og er verðskrá eftirfarandi:
Árskort á heimaleiki KK og KVK í deild, ekki bikar: 15.000 kr (12.000 kr fyrir aldraða/öryrkja), unglinga kort 6.000 kr.
Við munum einnig bjóða uppá stuðnings kortin okkar en innifalið í þeim er frítt á alla leiki nema bikar, úrslitakeppni líka, börger og kaldur fyrir leiki hjá KK og miði á lokahófið: 80.000 kr.
Við erum að fara inn í nýtt og mjög svo spennandi tímabil, mætum snemma, fáum okkur dýrindis börger og hvetjum strákana áfram gul og glöð.
Áfram Grindavík!