Anton Ari Einarsson mun verja mark Grindavíkur í sumar

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Eins og við greindum frá á dögunum þá er markvörður Grindvíkinga, Maciej Majewski, með slitna hásin og mun því ekki leika með liðinu í sumar. Markvörðurinn Anton Ari Einarsson úr Val hefur því verið fenginn til að leysa markmannsstöðuna í sumar en Anton kemur að láni frá Valsmönnum.

Fótbolti.net greindi frá:

Grindavík hefur fengið markvörðinn Anton Ari Einarsson í sínar raðir á láni frá Val.

Maciej Majewski varði mark Grindvíkinga í fyrra en hann sleit hásin á dögunum. Anton Ari er nú kominn til Grindvíkinga til að fylla hans skarð.

Anton Ari er uppalinn hjá Aftureldingu en hann gekk til liðs við Val vorið 2014.

Anton hefur undanfarin tvö ár spilað tíu leiki með Valsmönnum í Pepsi-deildinni.

Komnir í Grindavík:
Alexander Veigar Þórarinsson frá Þrótti
Anton Ari Einarsson frá Val á láni
Gunnar Þorsteinsson frá ÍBV
Will Daniels frá Ægi

Farnir:
Alejandro Jesus Blazquez Hernandez til Spánar
Alex Freyr Hilmarsson í Víking R.
Angel Guirado Aldeguer til Spánar