Grindavík landaði sannkölluðum seiglusigri gegn Víkingum í gær en Andri Rúnar Bjarnason, fyrrum leikmaður Víkings, skoraði sigurmarkið í uppbótartíma á 94. mínútu. Grindavík byrjaði leikinn ekki vel en eftir gott spjall í hálfleik þar sem Óli Stefán lagði mönnum línurnar var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og tvö góð mörk litu dagsins ljós. Lokatölur Víkingur 1 – Grindavík 2 og Grindavík með 4 stig eftir tvær fyrstu umferðir sumarsins.
Umfjöllun um leikinn á Fótbolti.net
Viðtal við Óla Stefán eftir leik:
Viðtal við Andra Rúnar eftir leik: