Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG fór fram með glæsibrag í Gjánni síðastliðinn laugardag. Gleðin var við völd þetta kvöld enda bæði liðin nýliðar í efstu deild sem náðu að tryggja veru sína þar að ári nokkuð örugglega. Alls komu um 200 manns saman þetta kvöld til að fagna árangri sumarsins. Að neðan fylgja nokkrar myndir frá kvöldinu ásamt upplýsingum um verðlaunahafa en fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar.
Verðlaunahafar voru eftirfarandi:
Meistaraflokkur karla:
Besti leikmaðurinn: Andri Rúnar Bjarnason
2. sæti Jajalo
3. sæti Sam Hewson
Markahæsti leikmaðurinn: Andri Rúnar Bjarnason
Mikilvægasti leikmaðurinn: Sam Hewson
Meistaraflokkur kvenna:
Besti leikmaðurinn: Linda Eshun
2. sæti Rilany
3. sæti Vivi
Markahæstar: Rilany Aguiar Da Silva og Carolina Mendes
Mikilvægasti leikmaðurinn: Sara Hrund Helgadóttir
Efnilegasti leikmaðurinn: Ísabel Jasmin Almarsdóttir
Sara Hrund fékk einnig blómvönd frá kvennaráði fyrir hennar framlag fyrir félagið en takkaskórnir hennar eru komnir á hilluna sökum höfuðmeiðsla. Vonum við bara að hún nái sér sem fyrst.
2. flokkur karla:
Besti leikmaðurinn: Sigurður Bjartur Hallsson
Markahæsti leikmaðurinn: Sigurður Bjartur Hallsson
Liðsstjórar ársins Guðmundur Ingi Guðmundsson og Arnar Már Ólafsson fengu viðurkenningu fyrir ómetanlegt starf fyrir félagið.
Linda og Andri með sína verðlaunagripi
Besti leikmaður sumarsins Andri Rúnar og mikilvægasti leikmaðurinn, Sam Hewson, ásamt Óla Stefáni þjálfara.
Róbert Haraldsson, þjálfari meistaraflokks kvenna ásamt verðlaunahöfum kvöldsins.