Í gær tilkynntu landsliðsþjálfarar KKÍ hjá U15, U16 og U18 ára liðunum hvaða leikmenn eiga að mæta til æfinga milli jóla og nýárs fyrir komandi landsliðsverkefni. Alls eru 177 leikmenn boðaðir frá 19 félögum KKÍ að þessu sinni, þar af 17 frá Grindavík. Er skemmst frá því að segja að allir leikmenn 9. og 10. flokks kvenna voru boðaðir á þessar landsliðsæfingar.
Endanlegt val á landsliðum Íslands verður svo þann 28. febrúar þegar 12 manna lið í hverjum flokki fyrir sumarið verða tilkynnt.
Fulltrúar Grindavíkur í æfingahópunum eru:
U15 stúlkur
Aníta Sif Kristjánsdóttir
Anna Linda Sigurðardóttir
Anna Margrét Lucic Jónsdóttir
Jenný Geirdal Kjartansdóttir
Natalía Jenný Lucic jónsdóttir
Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir
Una Rós Unnarsdóttir
U15 drengir
Jóhann Dagur Bjarnason
U16 stúlkur
Andrea Björk Gunnarsdóttir
Arna Sif Elíasdóttir
Elísabet María Magnúsdóttir
Ólöf Rún Óladóttir
Unnur Guðrún Þórarinsdóttir
Vigdís María Þórhallsdóttir
U18 stúlkur
Hrund Skúladóttir
Sigrún Elfa Ágústsdóttir
U18 drengir
Nökkvi Már Nökkvason