Knattspyrnumaðurinn Alexander Veigar Þórarinsson og körfuknattleikskonan Petrúnella Skúladóttir voru í dag kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2016 við hátíðlega athöfn í Gjánni. Alexander var lykilmaður í liði Grindavíkur sem vann sér sæti í Pepsi-deildinni í sumar og Petrúnella var einn af burðarásum liðs meistaraflokks kvenna sem lék til úrslita á Íslandsmótinu síðastliðið vor.
Allar deildir UMFG og Golfklúbbur Grindavíkur tilnefndu íþróttamenn og íþróttakonur ársins úr sínum röðum. Valnefndin samanstendur af stjórn UMFG og frístunda- og menningarnefnd. Það voru þeir Atli Geir Júlíusson fyrir hönd frístunda- og menningarnefndar og Sigurður Enoksson formaður UMFG sem veittu viðurkenningarnar. Kjörinu stjórnaði Erlingsdóttir, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og myndataka var í höndum Siggeirs F. Ævarssonar sem naut dyggs stuðnings Höddu Guðfinnsdóttur við undirbúning og uppsetningu.
Tilnefningar í kjör á íþróttakonu Grindavíkur 2016
Linda Eshun
tilnefnd af knattspyrnudeild UMFG
Marjani Hin Glover
tilnefnd af knattspyrnudeild UMFG
Petrúnella Skúladóttir
tilnefnd af körfuknattleiksdeild UMFG
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
tilnefnd af körfuknattleiksdeild UMFG
Svanhvít Helga Hammer
tilnefnd af Golfklúbbi Grindavíkur
Valgerður S. Valmundardóttir
tilnefnd af Hestamannafélaginu Brimfaxa
Þrjár efstu í kjöri á íþróttakonu ársins voru:
Í 3. sæti með 47 stig var Linda Eshun
Í 2. sæti með 51 stig stig var Sigrún Sjöfn Ámundadóttir.
Í 1. sæti með 54 stig var Petrúnella Skúladóttir.
Tilnefningar í kjör á íþróttamanni Grindavíkur 2016
Alexander Veigar Þórarinsson
tilnefndur af Knattspyrnudeild UMFG
Björn Berg Bryde
tilnefndur af Knattspyrnudeild UMFG
Jón Axel Guðmundsson
tilnefndur af Körfuknattleiksdeild UMFG
Ómar Örn Sævarsson
tilnefndur af Körfuknattleiksdeild UMFG
Kristinn Sörensen
tilnefndur af Golfklúbbi Grindavíkur
Rúrik Hreinsson
tilnefndur af Hestamannafélaginu Brimfaxa
Sigurður Bergmann
tilnefndur af Hjóladeild UMFG
Sigurpáll Albertsson
tilnefndur af Judodeild UMFG
Þrír efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins voru:
3. sæti með 25 stig er Sigurpáll Albertsson.
2. sæti með 82 stig er Jón Axel Guðmundsson.
1. sæti með 88 stig af 100 mögulegum er Alexander Veigar Þórarinsson.
Handhafar hvatningaverðlauna UMFG 2016
Nánar verður fjallað um verðlaunin og verðlaunahafa á nýju ári. Fleiri myndir verða einnig birtar á Facebook-síðu bæjarins eftir helgi.