Afmælisblað Golfklúbbs Grindavíkur kemur út í apríl

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Golfklúbbur Grindavíkur mun í apríl gefa út afmælisblað í tilefni af 30 ára afmælinu. Á þessum tímamótum mun klúbburinn taka í notkun nýjan 18 holu golfvöll ásamt nýju og glæsilegu klúbbhúsi. Þessar framkvæmdir krefjast mikils fjármagns og leitar því golfklúbburinn til félagsmanna og velunnara hans eftir stuðningi. 

Hægt er að skrá nafn sitt sem styrktaraðila í blaðið gegn 5000 króna fjárstuðningi. Öllum er þó frjálst að skrá á sig hærri upphæð. Allur ágóði af blaðaútgáfunni er varið í skálabygginguna (til kaupa á gólfefni, hurðum, eldhústækjum ofl.). Þeir sem vilja sýna hug sinn í verki og styðja golfklúbbinn við byggingu þessa glæsilega golfskála er bent á að senda nafn sitt, kennitölu og upphæð á Jón Júlíus Karlsson ritstjóra blaðsins í síma 849-0154 eða á netfangið jjk@vf.is

Stjórn Golfklúbbs Grindavíkur