Æfingar eru hafnar hjá fimleikadeild UMFG. Æfingatöfluna má nálgast hér. Fimleikadeild UMFG stendur fyrir fimleikum fyrir börn á aldrinum 5 – 16 ára. Börnum á leikskólaaldri (2007) er boðið upp á nám sem foreldrar greiða fyrir.
Fimleikaiðkunin fer fram í íþróttahúsinu. Um er að ræða almenna fimleika með áherslu á trompfimleika. Deildin á hins vegar takmarkað af áhöldum og takmarkast kennsla að vissu leyti við það. Unnið er að því að bæta tækjakost en vegna þröngs húsakosts getum við heldur ekki bætt við tækjum.
Okkar framtíðarsýn er að við getum sem fyrst séð það verða að veruleika að hafa rými sérætlað fyrir fimleikana, þar sem ekki þurfi að færa til og frá öll áhöld og tæki sem nota þarf við æfingar hverju sinni og sá búnaður sem til þarf verði á staðnum. Við erum svo heppin að hafa fengið metnaðarfullan og áhugasaman þjálfara í fimleikum en það er Díana Karen Rúnarsdóttir, sími: 846-4840, netfang: dianak@visir.is.
Almennt fimleikastarf í vetur einkennist af æfingum, jólasýningu og maraþoni til að safna fyrir æfingabúðum sem farið verður í haustið 2013. Í vetur stefnum við að því að fá fleiri for-eldra til liðs við okkur til aðstoðar við valin verkefni.
Æfingatöflu má sjá á heimasíðu UMFG www.umfg.is, undir fimleikadeild en þar verða
einnig settar inn tilkynningar frá deildinni sem og með tölvupósti til foreldra. Það er því mikilvægt fyrir okkur að hafa rétt netföng foreldra en þau þurfum við að fá við skráningu.
Núverandi stjórn skipa:
Valgerður Jennýjardóttir, form. Sími: 690-2885
valgerdurj@gmail.com
Sæborg Reynisdóttir, varaform. Sími: 616-2254.
Hjörtur Waltersson, gjaldkeri. Sími: 690-5268.
Ingigerður Gísladóttir, meðstj. Sími: 867-4238.
Mínerva Gísladóttir, meðstj. Sími: 846-7267.
Netfang stjórnarinnar er:
fimleikar.umfg@simnet.is
Þangað geta foreldrar sent allar fyrirspurnir og tilkynningar.
Fimleikar er skemmtileg alhliða líkamsþjálfun sem gefur iðkendum aukinn styrk og liðleika auk
skemmtilegrar samveru. Fimleikaiðkun reynir einnig á samskipti iðkendanna og sjálfsaga og lögð
er áhersla á að virðing sé borin fyrir hinum iðkendunum, þjálfurunum og sjálfum sér.
Nemendum gefst því tækifæri til að prófa og ákveða hvort þeir vilji æfa en eftir 14. sept. eru hóparnir lokaðir til áramóta.