Bikarúrslit yngri flokka í körfuknattleik fóru fram um helgina og voru tveir flokkar í Grindavík í sviðsljósinu Í morgun varð 9. flokkur drengja í Grindavík bikarmeistari en stelpurnar í 10. flokki töpuðu fyrir Keflavík.
Úrslitaleikur Grindavíkur og Keflavíkur í 9. flokki drengja var skemmtilegur. Grindavík stýrði leiknum frá upphafi til enda en Keflavík var þó aldrei langt undan. Sérstök dómnefnd valdi Hilmir Kristjánsson mann leiksins en hann skilaði tröllatvennu, 25 stig, 16 fráköst, 2 varin skot og 2 stolnir boltar. Næstir á blað hjá Grindvíkingum voru Aðalsteinn Pétursson með 14 stig og 4 fráköst og Aron Friðriksson með 7 stig og 6 fráköst.
Í 10. flokki stúlkna hafðu Keflavík forystuna nánast frá upphafi og vann með 17 stiga mun, 59-42. Ingibjörg Sigurðardóttir var stigahæst hjá Grindavík með 22 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Rannveig María Björnsdóttir skoraði 12 stig.
Mynd: karfan.is