5 stúlkur úr Grindavík valdar í U15 ára landsliðið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fimm stúlkur úr Grindavík hafa verið valdar í U15 landslið í körfubolta fyrir sumarið 2019. Þetta eru þær Fjóla Bjarkadóttir, Hekla Eik Nökkvadóttir, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir, Sigurbjörg Sigurpálsdóttir og Unnur Stefánsdóttir. 

Ísland mun senda til leiks á Copenhagen-Inviational mótið í Danmörku tvö lið hjá strákum og stúlkum. Mótið fer fram í Farum, Kaupmannahöfn dagana 21.-23. júní en hópurinn heldur út þann 20. júní.

Þjálfarar liðana héldu afreksbúðir sl. sumar og voru með æfingar milli jóla og nýárs að auki fyrir 30 manna hóp. Þá hafa þeir fylgst með leikmönnum í vetur í leikjum. Valnefnd kom einnig að og fór yfir rökstuðning þjálfara um val á einstökum leikmönnum í lokahópunum en valnefndin samastendur af þjálfara og aðstoðarþjálfara liðanna beggja og yfirþjálfara yngri landsliða KKÍ og afreksstjóra KKÍ.

Þjálfari stúlknaliðsins er  Kristjana Eir Jónsdóttir en aðstoðarþjálfari er Grindvíkingurinn Ólöf Helga Pálsdóttir    

Hægt er að sjá hvaða einstaklingar skipa stúlkna- og drengjalið Íslands í meðfylgjandi frétt af vef KKÍ.