5 mörk og toppsætið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar tóku Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði í kennslustund á Grindavíkurvelli á laugardaginn en 5 mörk litu dagsins ljós áður en leikurinn var allur. Grindavíkur hefur því unnið 3 fyrstu leiki sumarsins og situr í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga. Vonandi gefur þetta góða start vísbendingu um það sem koma skal í sumar.

Grindvíkingar fönguðu innilega eftir leik. Blaðamaður Fótbolta.net fékk að fylgjast með:

Fótbolti.net fjallaði um leikinn:

„Lokaleik þriðju umferðar Inkasso-deildarinnar var að ljúka, en í leiknum áttust við Grindavík og Leiknir F.

Grindvíkingar höfðu unnið báða sína leiki fyrir þennan leik, en á meðan höfðu nýliðar Leiknis tapað báðum sínum.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Grindavík, en markið skoraði Andri Rúnar Bjarnason úr vítaspyrnu.

Grindavík herti síðan tökin í seinni hálfleik og byrjaði það strax tveimur mínútum eftir leikhlé, en þá skoraði Alexander Veigar Þórarinsson magnað mark.

Jose Omar Ruiz Rocamora, leikmaður Leiknis var síðan rekinn af velli, og þrjú mörk hjá þeim gulklæddu fylgdu í kjölfarið. Jósef Kristinn skoraði fyrst áður en Aron Freyr Róbertsson og Fransisco Eduardo Cruz Lemaur bættu síðan við.

5-0 sigur Grindvíkinga í þessum leik og þeir fara á toppinn á markatölu og líta feykilega vel út. Leiknismenn leita á meðan enn að sínum fyrsta sigri í Inkasso deildinni.“

Grindavík 5 – 0 Leiknir F.

1-0 Andri Rúnar Bjarnason (’34, víti )
2-0 Alexander Veigar Þórarinsson (’47 )
3-0 Jósef Kristinn Jósefsson (’62 )
4-0 Aron Freyr Róbertsson (’75 )
5-0 Fransisco Eduardo Cruz Lemaur (’79 )

Nánar um leikinn hér

Viðtal við Óla Stefán eftir leik: