Karlalið Grindavíkur fékk fullt hús stiga eða fjögur eftir tvo sigurleiki um helgina í körfuboltanum, fyrst gegn Snæfelli á föstudaginn og svo gegn KFÍ í gærkvöldi. Kvennalið Grindavíkur lá hins vegar fyrir Snæfelli.
Grindavík mætti Snæfelli í Röstinni á föstudaginn í úrvalsdeild karla. Segja má að Grindavík hafi pakkað Snæfelli saman strax í fyrsta leikhluta því eftir 10 mínútur var staðan 38-16 okkar mönnum í vil. Snæfelli tókst að rétta sinn hlut en sigur Grindavíkur var aldrei í hættu.
Stig Grindavíkur: Sigurður Gunnar Þorteinsson 29, Earnes Lewis Clinch Jr. 26, Jóhann Árni Ólafsson 15, Ómar Örn Sævarsson 8, Jón Axel Guðmundsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Þorleifur Ólafsson 5, Daníel Guðni Guðmundsson 3
Grindavík tók á móti KFÍ í gærkvöldi í úrvalsdeild karla og skemmst er frá því að segja að yfirburðir Grindavíkur voru ótrúlegir. Grindavík lagði KFÍ að velli með 49 stiga mun, 97-49.
Staðan í hálfleik var 55 – 26. Allir leikmenn Grindavíkur komust á blað í leiknum en stigahæstur var Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 23 stig.
Stig Grindavíkur: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 23, Earnest Lewis Clinch Jr. 17, Ólafur Ólafsson 11, Jóhann Árni Ólafsson 9, Jón Axel Guðmundsson 9, Jens Valgeir Óskarsson 8, Hilmir Kristjánsson 6, Kjartan Helgi Steinþórsson 4, Ómar Örn Sævarsson 4, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Þorleifur Ólafsson 2, Nökkvi Harðarson 1.
Staðan í úrvalsdeild karla:
1. KR 16 15 1 1516:1265 30
2. Keflavík 16 15 1 1472:1256 30
3. Grindavík 17 12 5 1534:1375 24
4. Njarðvík 16 11 5 1543:1336 22
5. Þór Þ. 16 8 8 1460:1488 16
6. Stjarnan 15 7 8 1291:1272 14
7. Haukar 15 7 8 1246:1238 14
8. Snæfell 16 6 10 1414:1455 12
9. ÍR 16 6 10 1331:1480 12
10. Skallagrímur 16 4 12 1286:1454 8
11. KFÍ 17 4 13 1355:1568 8
12. Valur 16 1 15 1276:1537 2
Í úrvalsdeild kvenna tók Grindavík á móti toppliði Snæfells. Fyrri hálfleikurinn var virkilega vel leikinn af Grindavíkurstelpum en staðan í hálfleik var 38-35, Snæfelli í vil.En Snæfell reyndist sterkari í í seinni og hálfleik og vann með 19 stiga mun, 93-74.
Stig Grindavíkur: Crystal Smith 29, María Ben Erlingsdóttir 21, Pálína Gunnlaugsdóttir 13, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 7, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Helga Rut Hallgrímsdóttir 2,
Staðan í úrvalsdeild kvenna:
1. Snæfell 22 19 3 1767:1456 38
2. Haukar 22 15 7 1699:1538 30
3. Keflavík 22 13 9 1606:1613 26
4. Valur 22 11 11 1580:1513 22
5. KR 22 9 13 1519:1558 18
6. Hamar 22 9 13 1558:1593 18
7. Grindavík 22 7 15 1532:1720 14
8. Njarðvík 22 5 17 1411:1681 10