Nú eru aðeins fjórir dagar í bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í Laugardalshöllinni. Boðið verður upp á rútuferð á laugardaginn frá íþróttahúsinu kl. 12:30 (hálf eitt). Fyrstir koma, fyrstir fá – en miðaverð í rútuferðina, fram og til baka, er 500 kr. Farið verður í Þróttaraheimilið í Laugardal sem sem Grindvíkingar munu hita upp fyrir leikinn. Upphitun hefst kl. 12, leikurinn hefst svo kl. 16:00.
Forsalan á úrslitaleikinn stendur nú yfir í Olís til kl. 18:00 næsta fimmtudag. Miðaverð í forsölu er 1.500 kr. en ókeypis er fyrir 12 ára og yngri.
Rétt er að taka fram að þeir sem kaupa í forsölu spara 500 kr. því miðinn í hurðinni í Laugardalshöllinni á laugardaginn kostar 2.000 kr. (ekki 1.800 eins og áður kom fram).
Það er því um að gera að krækja sér í miða í forsölunni.