Boðið verður upp á stærsta pott Íslandssögunnar í Getraunum um næstu helgi þegar áætluð vinningsupphæð verður 390 milljónir króna fyrir 13 rétta á enska getraunaseðlinum. Auðvitað ætlum við að ná þessum millum til Grindavíkur og gert verður Risakerfi það stærsta hingað til. Hluturinn kostar 3000 kr.
Þeir sem ætla að vera með eiga að leggja inná reikning 0143-05-60020, kt. 640294-2219 og senda staðfestingu á email bjarki@thorfish.is eða mæta upp Gula hús um helgina en það verður boðið upp á jólaglögg fyrir tippara á föstudagskvöldið frá kl 20:30, svo verður auðvitað opið á laugardaginn milli kl 11 og 14.
Reglur hafa verið samdar um kaup á hlutum í stóra kerfinu sem er sett í sölu hjá getraunaþjónustu Knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Sala verður sett af stað í upphafi þeirrar viku sem ákveðið verður að vera með stórt kerfi. Sölu lýkur kl. 12:30 á laugardegi bæði á Facebook og uppí gula húsi. Eftir að sölu er lokið verður seðillinn fullunninn. Þetta er gert til þess að leyfa þeim að vera með sem vilja og geta þá gert sterkari seðil en ella yrði gert fyrir minni pening. Einn hlutur í kerfinu mun alltaf kosta 3.000 kr.- Verði vinningur á hlut innan við 200 kr. verður hann ekki greiddur út og mun renna óskiptur til knattspyrnudeildarinnar.
Þeir sem óska eftir að vera áskrifendur að hlut í kerfi verða að láta vita í emaili á bjarki@thorfish.is eða staðfesta það uppí gula húsi á opnunartíma getraunaþjónustunnar í gula húsinu sem er frá 11:00 – 14:00.