3. flokkur karla á æfingamóti á Benidorm

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það var fríður hópur drengja sem hélt af stað til Benidorm á Spáni til að taka þátt í Costa Blanca cup. Þetta voru 18 drengir, tveir fararstjórar ásamt þjálfara. Alls voru spilaðir fjórir leikir í ferðinni, þar af þrír í riðlinum. Þar gerðu þeir eitt jafntefli en töpuðu tveimur leikjum. Þeir léku síðan einn leik til viðbótar í B-úrslitum sem þeir töpuðu. Þrátt fyrir úrslitin er það góð reynsla að reyna sig við jafnaldra frá öðrum löndum og kynnast þeim.

Til stóð að fara í skemmtigarðinn Terra Mitica en þegar hræðilegt slys varð í garðinum var ákveðið að breyta áætluninni. Síðan vaknaði sú hugmynd að leggja andvirði söfnunar fyrir skemmtigarðinum inn á reikning aðstandenda drengsins sem lést í slysinu. Það var ákveðið og þeir lögðu kr. 60.000 inn á reikninginn.
Ferðin tók viku og að venju voru það glókollar sem vöktu athygli annarra keppenda á þeim og var enginn undanskilinn, keppendur, fararstjórar og þjálfari.

http://www.costablancacup.com/en-us/