25 stiga sigur hjá Kanalausum Íslandsmeisturum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kanalausir Grindvíkingar unnu nokkuð sannfærandi sigur á ÍR í úrvalsdeild karla í körfuboltan í Röstinni í kvöld 98-73. Grindvíkingar eru enn án Kana en það kom ekki að sök enda liðið einstaklega vel mannað og var virkilega gaman að sjá unga spræka stráka spila mikið og þá dró Jóhann Árni Ólafsson vagninn og skoraði 29 stig.

Grindavík byrjaði með flugeldasýningu í fyrsta leikhluta en ÍR rétti sinn hlut í öðrum leikhluta. Í seinni hálfleik var svo aldrei spurning hvort liðið hvort færi með sigur af hólmi.

Hinn ungi Jón Axel Guðmundsson vex með hverjum leiknum sem leikstjórnandi liðsins. Hilmir Kristjánsson settir niður tvo þrista og reynsluboltarnir í liðinu stóð sig með prýði. Verður gaman að fylgjast með Grindavíkurliðinu í vetur. Góður bandarískur leikmaður gæti svo gert gæfumuninn til að landa titlinum þriðja árið í röð.

Grindavík-ÍR 98-73 (35-17, 15-26, 24-16, 24-14)

Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 29/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 15/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 7/6 fráköst, Hilmir Kristjánsson 6, Ólafur Ólafsson 4/5 fráköst, Ármann Vilbergsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 2.

Staðan

1. Keflavík 4 4 0 365:291 8
2. KR 3 3 0 289:241 6
3. Grindavík 4 3 1 354:339 6
4. Þór Þ. 3 3 0 287:255 6
5. Haukar 4 3 1 382:338 6
6. Njarðvík 3 2 1 297:266 4
7. Stjarnan 3 1 2 223:251 2
8. Snæfell 4 1 3 331:359 2
9. ÍR 4 1 3 331:392 2
10. Skallagrímur 4 1 3 319:338 2
11. KFÍ 4 0 4 340:381 0
12. Valur 4 0 4 296:363 0

Efsta mynd: Jón Axel átti góðan leik fyrir Grindavík í kvöld.

Sverrir Þór Sverrisson þjálfari, Ómar og Hilmir bíða eftir að koma inn á. Sitjandi er Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður á RÚV.

Ómar og Jens í baráttunni í kvöld.