Drengirnir í 2. flokki karla gerðu sér lítið fyrir og lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í C-riðli Íslandsmótsins á föstudaginn. Strákarnir gerðu jafntefli við lið Völsungs, 2-2, og þar með var titillinn í höfn. Þeir skoruðu 30 mörk og fengu 12 mörk á sig í 12 leikjum sumarsins. Til viðbótar eigum við markahæsta leikmann sumarsins en Sigurður Bjartur Hallsson skoraði 16 mörk af þessum 30. Þjálfari liðsins er Ægir Viktorsson.
Þess má einnig geta að flestir þessara drengja eru á yngra ári og spila því áfram í 2. flokki næsta sumar.
Benóný Þórhallsson var á vellinum með myndavélina og tók þessar flottur myndir er strákarnir fengu bikarinn afhentann.
Niðurstaða mótsins: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=36661