Grindvíkingar heimsóttu ÍR-inga í Hellinn í gær, og lengst af leit út fyrir fremur þægilegan sigur okkar manna. Fljótlega fór að draga verulega í sundur með liðunum og þegar 13 mínútur voru eftir af leiknum leit ekki út fyrir annað en Grindvíkingar væru komnir langleiðina með að sigla þægilegum sigri í höfn og munaði 23 stigum á liðunum, staðan 50-73. …
Grindavík aftur á sigurbraut – öruggur sigur á Hamri í gær
Eftir dapurt gengi í síðustu leikjum komust Grindavíkurstúlkur aftur á beinu brautina í gær þegar þær lönduðu nokkuð þægilegum útisigri í Hveragerði, 49-73. Að vanda var Rachel Tecca stigahæst Grindvíkinga en hún skoraði 20 stig, reif niður 10 fráköst og stal 6 boltum. Heilt yfir voru okkur konur að spila vel, allir leikmenn fengu mínútur og ánægjulegt að sjá mikilvæga …
Ekki nóg bensín á tanknum til að klára Njarðvíkinga
Lemstraðir Grindvíkingar tóku á móti Njarðvíkingum í gær. Lalli og Jóhann sem fyrr meiddir, og Maggi og Ómar báðir fjarri góðu gamni. Þá var hinn nýji Bandaríkjamaður, Rodney Alexander, nýkominn til landsins og aðeins búinn að taka eina æfingu með liðinu. Það var því ljóst frá upphafi að það yrði á brattann að sækja fyrir okkar menn. Heimamenn fóru ágætlega …
Þriðji tapleikurinn í röð staðreynd
Eftir ágæta byrjun á tímabilinu hjá meistaraflokki kvenna í Dominosdeildinni hefur heldur fjarað undan gengi liðsins og í gærkvöldi leit þriðja tapið í röð dagsins ljós, og það fjórða á tímabilinu. Valsstúlkur fóru með sigur af hólmi, 81-89, í jöfnum leik. Sigurinn hefði getað lent hvoru megin sem var en það háði okkar stúlkum þegar leið á hversu lítið framlag …
Rodney Alexander frumsýndur í kvöld gegn Njarðvík
Grindvíkingar taka á móti Njarðvíkingum í kvöld í Dominosdeild karla. Gengi okkar manna hefur verið upp og ofan fram af tímabili, margir leikmenn meiddir og tveir erlendir leikmenn hafa komið og farið. Nú er sá þriðji mættur til leiks, Rodney Alexander, og mun hann spila sinn fyrsta leik í kvöld. Rodney lék með ÍR-ingum vorið 2012 og spilaði einmitt sinn …
Tvíhöfði í Röstinni í kvöld
Það verður sannkölluð körfuboltaveisla í Röstinni í kvöld. Klukkan 19:15 tekur Grindavík á móti Val í Dominosdeild kvenna en þegar sá leikur er búinn, eða klukkan 21:00 er á dagskrá leikur Grindavíkur/Þórs og Njarðvíkur í 11. flokki drengja. Körfuboltaunnendur ættu því að taka kvöldið frá og hugsanlega taka með sér mjúka sessu í Röstina í kvöld.
Vel heppnað herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG
Herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG var haldið síðastliðið föstudagskvöld og óhætt er að segja að hátíðarhöldin hafi farið fram með glæsibrag. Matarveislan ein og sér hefði verið fullnægjandi ástæða fyrir því að mæta en skemmtiatriðin voru einnig fyrsta flokks. Herlegheitin fóru fram þetta árið á Sjómannastofunni Vör og komust færri að en vildu enda aðeins 100 miðar í boði. Matseldin var í …
Jóhann Árni með brjósklos – frá keppni næstu mánuði
Lið Grindavíkur í Dominosdeild karla hafa orðið fyrir stórri blóðtöku en komið hefur í ljós að Jóhann Árni Ólafsson er með brjósklos sem og klemmda taug og verður því frá keppni eitthvað fram yfir áramót. Jóhann hefur verið að glíma við eymsli í læri í haust og ekki tekið þátt í síðustu tveimur leikjum Grindavíkur. Við læknisskoðun kom brjósklosið í …
Fastir liðir eins og venjulega, hrun í þriðja leikhluta og stærsta tap í sögu Grindavíkur staðreynd
Það var vængbrotið Grindavíkurlið sem sótti KR heim í gærkvöldi. Þeir Þorleifur Ólafsson, Jóhann Árni Ólafsson og Daníel Guðni Guðmundsson eru allir meiddir og þá er liðið einnig án erlends leikmanns í augnablikinu, sem að vísu horfir allt til betri vegar. Í upphafi leiks var ekki að sjá að þessi skakkaföll hefðu mikil áhrif á Grindavík sem áttu í fullu …
Stórt tap gegn Keflavík í gær
Grindavíkurstúlkur heimsóttu Keflavík og fyrirfram var búist við hörkuleik, enda báðum liðum spáð góðu gengi en þó sérstaklega Keflvíkingum og öllum var það sennilega ljóst að Grindvíkingar yrðu að hafa sig allar við til að eiga möguleika á sigri í þessum leik. Rétt fyrir leik kom svo í ljós að Rachel Tecca gæti ekki spilað með og héldu Grindavíkurkonur því …