Petrúnella valin í úrvalslið Dominosdeildar kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf KKÍ fór fram í hádeginu í dag og voru þar veitt verðlaun til þeirra leikmanna sem sköruðu fram úr vetur. Petrúnella Skúladóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Grindavík, var valin í fimm manna úrvalslið deildarinnar og þá var María Ben einnig á blaði yfir aðra leikmenn sem fengu atkvæði. Við óskum Petrúnellu til hamingju með þessa viðurkenningu en hún var …

Fjórði Íslandsmeistaratitill vorsins í hús í körfunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þó svo að meistaraflokksliðum Grindavíkur í körfubolta hafi ekki tekist að landa þeim stóra þetta árið hefur gengi yngri flokka verið mjög gott í vetur og ljóst að framtíðin er björt. Um helgina kom 4. titill tímabilsins í hús þegar stúlkurnar í 8. flokki tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Við óskum þeim og þjálfara þeirra, Jóhanni Árna Ólafssyni, til hamingju með titilinn.

Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG á fimmtudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf körfunnar verður haldið nú á fimmtudaginn í salnum í nýja íþróttamannvirkinu. Þetta verður með svipuðu sniði og í fyrra þ.e.a.s góður matur að hætti Bíbbans, skemmtiatriði frá stjórn og liðunum, verðlaunaafhending og almennt partý stuð. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa miða á lokahófið geta sett sig í samband við Gauta í síma 8401719 en það verða ekki …

Grindavíkurpiltar lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í drengjaflokki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sameiginlegt lið Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn spilaði til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í drengjaflokki í Stykkishólmi í gær gegn Haukum. Í liði Grindavíkur eru margir efnilegir leikmenn sem fengu drjúgar mínútur með meistaraflokki í vetur. Þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Hilmir Kristjánsson létu þristunum rigna yfir Hauka í leiknum en saman settu þeir 14 þrista í 22 tilraunum. Lokatölur urðu …

Stelpurnar í 9. flokki nældu í silfur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar áttu tvö lið í úrslitum yngri flokka í Stykkishólmi um helgina. Strákarnir í drengjaflokki unnu Hauka og fögnuðu Íslandsmeistaratitli en stelpurnar í 9. flokki voru ekki jafn heppnar í sinni viðureign. Þær mættu nágrönnum okkar úr Keflavík, líkt og í bikarúrslitunum, en í þetta skiptið voru það Keflvíkingar sem unnu sigur í miklum spennuleik, 45-39. Símon Hjaltalín var á …

Grindavík Íslandsmeistarar í flokki B-liða kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar lönduðu enn einum Íslandsmeistaratitlinum í körfuknattleik um helgina en í þetta skiptið var það í flokki B-liða. Grindvíkingar eiga þar á að skipa gríðarsterku liði sem skipað er gömlum reynsluboltum úr kvennakörfunni í bland við yngri leikmenn, sem flestar ættu eflaust fullt erindi í lið Grindavíkur í efstu deild. Stelpurnar spiluðu til úrslita gegn Keflavík B og urðu lokatölur …

Stelpurnar í 7. flokki kræktu í silfur eftir ævintýralegan vetur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Stelpurnar í 7. flokki kvenna (árgangur 2002) spiluðu til úrslita á Íslandsmótinu um helgina þar sem þær kræktu í silfur eftir tap í hreinum úrslitaleik gegn Keflavík. Lokatölur urðu 26-23 eftir framlengingu, en samkvæmt frétt á karfan.is var leikurinn jafn og æsispennandi og áhorfendur sem nánast fylltu Röstina skemmtu sér konunglega.  Þó svo að silfur sé vissulega glæsilegur árangur hjá …

Körfuboltavertíðin á enda í efstu deild, Snæfell sendu stelpurnar í sumarfrí

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurstúlkur luku keppni í Dominosdeild kvenna í gærkvöldi þega þær töpuðu á heimavelli fyrir Snæfelli og þar með viðureigninni 3-1. Grindavík náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum nema rétt í byrjun og sigur gestanna var í raun aldrei í hættu. Blaðamaður Grindavík.is var að sjálfsögðu á leiknum og skrifaði umfjöllun sem birtist í gær á karfan.is og núna …

Fimm ungir Grindvíkingar í yngri landsliðum í körfubolta

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þrátt fyrir að tímabilið hafi tekið ótímabæran enda hjá meistaraflokkum Grindavíkur í körfubolta þá er engu að síður bjart fyrir framtíð körfuboltans í Grindavík. Bikar- og Íslandsmeistaratitlar voru ófáir á tímabilinu og á dögunum bárust þær fréttir að fimm leikmenn hefðu verið valdir í hópa yngri landsliða sem keppa á Norðurlandamótinu í Svíþjóð og Copenhagen Invitational-mótinu í Kaupmannahöfn á vordögum. …