Grindavík vann góðan sigur á nágrönnum okkar í Njarðvík í gærkvöldi, 79-87. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Grindavík tók gott áhlaup í lokin sem að Lewis Clinch leiddi og uppskar að launum dýrmætan sigur. Lewis tók tvær rosalegar troðslur á lokasprettinum og hélt Fannar Ólafsson ekki vatni yfir þeim í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 sport. Karfan.is fjallaði …
Stelpurnar grátlega nálægt sigri í spennuleik
Grindavíkurkonur voru hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri á nýju ári þegar þær tóku á móti Stjörnunni í fyrrakvöld. Liðið hefur gengið í gegnum ýmsar hrakningar í vetur og ekki náð að sýna sitt rétta andlit en allt annað lið virtist vera mætt til leiks á miðvikudaginn. Stjarnan fór að lokum með sigur af hólmi 71-74. Karfan.is fjallaði …
Grindavík bikarmeistari í 9. flokki stúlkna
Grindavík landaði bikarmeistaratitli núna fyrr í kvöld þegar stelpurnar í 9. flokki lögðu nágranna sína úr Keflavík í hörkuspennandi leik, 36-33. Leikurinn var hnífjafn allan tímann og hvorugt liðið náði að byggja upp mikla forystu. Í upphafi 4. leiklhluta náði Grindavík 3 stiga forystu og þar við sat. Bikarinn í höfn og sætur sigur á nágrönnum okkar úr Keflavík staðreynd. …
Bikardraumurinn úti þetta árið
Bikardraumurinn er úti þetta árið eftir tap gegn Þórsurum í Laugardalshöllinni í gær. Slakur varnarleikur og enn slakari þriðji leikhluti gerði það að verkum að Grindavík var að elta allan leikinn þangað til í blálokin. Grindvíkingar girtu í brók undir lokin og áttu gott áhlaup og jafnaði Lewis Clinch leikinn með tveimur stórum þristum í röð, staðan 98-98. Það reyndust …
Forsölu á bikarleikinn lýkur í dag kl. 13:00
Nú fer hver bókstaflega að verða síðastur að tryggja sér miða á bikarleikinn í kvöld í forsölu. Enn eru til nokkrir miðar hér í Grindavík og verður forsala á þeim til kl. 13:00. Hægt er að næla sér í miða niðri í Olís, hjá honum Gauta sem er alltaf svo vinalegur við veginn, eða heima hjá Ásu að Glæsilvöllum 9. …
Miðasala á bikarleikinn í íþróttahúsinu frá 18:00-21:00
Forsala miða á undanúrslitaleikinn í Maltbikarnum annað kvöld er nú í fullum gangi. UMFG heldur eftir öllum hagnaði af miðum sem seldir verða hér í heimabyggð og því mikilvægt fyrir deildina að selja sem mest. Stjórnin stefnir að sjálfsögðu að því að klára miðana sem við fengum og verður miðasala í íþróttahúsinu í kvöld frá 18:00 til 21:00. Áfram Grindavík!
Dagur Kár helsáttur í Grindavík
Dagur Kár Jónsson, leikmaður Grindavíkur í körfuboltanum, er í viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir að hann sé afar sáttur í Grindavík og það hafi verið hárrétt ákvörðun fyrir hann að koma hingað, en Dagur er uppalinn í Stjörnunni. Af mbl.is: Hárrétt ákvörðun að fara til Grindavíkur „Ég kann afar vel við mig hjá Grindavíkurliðinu. Allir hafa tekið mér …
Páll Axel Vilbergsson tekur við kvennaliðinu
Þjálfaraskipti hafa orðið í annað sinn á þessu tímabili hjá meistaraflokki kvenna í körfuboltanum en um helgina var tilkynnt að Páll Axel Vilbergsson hefði tekið við þjálfun liðsins. Fráfarandi þjálfari, Bjarni Magnússon, hefur verið frá vegna veikinda síðan um jól og alls óvíst hvenær hann getur komið til starfa á ný. Palla til aðstoðar verður einn af reyndari leikmönnum liðsins, …
Bikarvikan hafin – verslum miða í heimabyggð!
Enn eitt árið er Grindavík komið í Höllina. Framundan er bikarhelgi, sem hefst strax á fimmtudaginn með undanúrslitaleikjum og svo er stóri dagurinn á laugardaginn. Við Grindvíkingar ætlum okkur að sjálfsögðu alla leið og til þess að það takist þurfum við að styðja okkar menn til sigurs. Stjórnin ætlar sér að selja alla miða sem við höfum fengið í okkar …
Öruggur sigur á ÍR í gær
Grindvíkingar tóku á móti vængbrotnum ÍR-ingum í Mustad höllinni í gær. Sumir áttu sennilega von á því að mótlætið myndi þjappa gestunum saman en þeir náðu sér aldrei almennilega á strik og þá hittu okkar menn afar vel fyrir utan og sigurinn í raun aldrei í hættu, lokatölur 94-79. Stjörnulið karfan.is var á staðnum í gærkvöldi: Andstæðingur Grindvíkinga í kvöld …