Grindavík vann góðan sigur á Þórsurum, 100-92, í Mustad-höllinni í gær og hefur því tekið 2-1 forystu í einvíginu. Dagur Kár Jónsson fór fyrir okkar mönnum í gær og setti 29 stig. Næstur kom Lewis Clinch Jr með 20 stig en saman settu þeir 10 þrista. Næsti leikur er í Þorlákshöfn á morgun, föstudag. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson var í hlutverki …
Grindavíkurkonur kvöddu deildina með sigri
Grindavíkurkonur luku þátttöku í Domino’s deild kvenna í bili á jákvæðu nótunum þegar þær lögðu Stjörnuna í Garðabæ, 53-67. Ingunn Embla leiddi stigaskor Grindavíkur með 19 stig á 24 mínútum, þar af voru 5 þristar í 6 tilraunum. Karfan.is gerði leiknum góð skil: Stjörnukonur tóku í kvöld á móti Grindavík í lokaumferð Domino’s deildar kvenna. Fyrir leikinn var ljóst að …
Úrslitakeppnin heldur áfram – grillað í Gjánni
Úrslitakeppni Domino’s deildar karla heldur áfram í kvöld þegar Þórsarar rúlla eftir Suðurstrandarveginum til Grindavíkur, en staðan í einvíginu er 1-1 og því algjört lykilatriði fyrir okkar menn að landa sigri í kvöld. Gauti og félagar ætla að fíra upp í grillinu kl. 17:30 og grilla djúsí borgara ofan í stuðningsmenn og koma mönnum í gírinn fyrir kvöldið en leikurinn …
Stelpurnar stóðu í deildarmeisturunum
Grindavíkurkonum tókst ekki að bæta öðrum sigri í sarpinn á nýju ári þegar þær tóku á móti verðandi deildarmeisturum Snæfells á laugardaginn. Okkur konur byrjuðu leikinn betur en hægt og rólega unnu gestirnir á og unnu að lokum öruggan sigur, 65-77. Líkt og svo oft áður var gott samstarf milli Grindavik.is og Karfan.is og var fréttaritari okkar á staðnum og …
Þórsarar jöfnuðu einvígið gegn Grindavík
Grindvíkingar náðu ekki að stela útisigri gegn Þórsurum í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Domino’s deildar karla þegar liðin mættust í Þorlákshöfn í gær. Leikurinn varð jafn og spennandi á lokametrunum og lokatölur urðu 90-86. Karfan.is fjallaði um leikinn: Í kvöld fór fram annar leikur Grindavíkur og Þórsara úr Þorlákshöfn í úrslitakeppni Dominos deildar karla í Þorlákshöfn. Grindvíkingar unnu …
Úrslitakeppnin byrjar í kvöld!
Úrslitakeppnin í Domino’s deild karla hefst hjá okkur Grindvíkingum í kvöld þegar nágrannar okkar í Þór frá Þorlákshöfn koma í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19:15 en til að hita upp fyrir leikinn ætlar stuðningsmenn að grilla hamborgara í Gjánni frá 17:30 og keyra upp gula og glaða stemmingu. Mætum öll og styðjum okkar menn til sigurs! Körfuknattleiksdeildin sendi í loftið …
Grindavík varði Mustad-höllina í fyrsta leik 8-liða úrslita
Grindvíkingar vörðu heimavallarréttinn í kvöld með góðum sigri á Þór, 99-85. Grindavík var alltaf skrefi á undan gestunum frá Þorlákshöfn en náðu þó ekki að hrista þá almennilega af sér fyrr en undir lokin. Karfan.is og Grindavik.is voru í samstarfi í kvöld og gerðu leiknum góð skil: Fyrir leik Grindvíkingar komu sennilega öllum á óvart í vetur en fyrir mót voru flestar …
Hinrik Guðbjartssson valinn besti leikmaður Vestra
Lokahóf körfuknattleiksdeildar Vestra var haldið um helgina og voru Grindvíkingar áberandi í hópi þeirra leikmanna sem voru verðlaunaðir. Fyrir tímabilið gengu þeir Hinrik Guðbjartsson og Nökkvi Harðarson til liðs við Vestra og á lokahófinu á laugardaginn var Hinrik valinn bæði besti leikmaður liðsins og sá efnilegasti. Á heimasíðu Vestra segir: „Hinrik Guðbjartsson, leikstjórnandi var valinn besti leikmaðurinn og hlaut hann …
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldinn fimmtudaginn 23.mars kl 19:30 í Gjánni við Austurveg 1-3 Dagskrá fundarins: venjuleg aðalfundarstörf Áhugamenn, velunnarar, iðkendur og foreldrar eru hvattir til að mæta. Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG
Stelpurnar aftur á sigurbraut!
Eftir langa eyðimerkurgöngu lönduðu stelpurnar fyrsta sigri ársins í gær þegar þær lögðu granna okkar úr Njarðvík, 73-72. Angela Rodriguez var loksins komin í búning í gær eftir endalausar leikheimildarflækjur og munaði um minna fyrir Grindavík. Hún skoraði fyrstu körfu leiksins og kom okkar konum á bragðið, sem leiddu í hálfleik, 46-30. Gestirnir frá Njarðvík ákváðu þó að vakna í …