Það má með sanni segja að Grindavíkurkonur hafi farið af stað með látum í 1. deildinni þetta haustið, en þær gjörsigruðu lið Ármanns á þriðjudaginn, þar sem lokatölur urðu 28-83, Grindavík í hag. Ármann byrjaði leikinn á því að komast yfir en tveir þristar, frá Ólöfu Rún og Natalíu Jenný, gáfu tóninn fyrir leik Grindavíkur þetta kvöld. Grindavík mætir til …
Orðsending frá körfuknattleiksdeild UMFG – tímabilið rúllar af stað
Nú þegar körfuboltaveturinn er farinn af stað og fyrsti heimaleikurinn er rétt handað við hornið, þá er um að gera að huga að því að tryggja sér besta sæti í vetur, með því að kaupa árskort á völlinn. Grindavík tekur á móti Þór Þorlákshöfn á morgun og verður hitað rækilega upp fyrir leik með borgurum, skrafi, spjalli og öllu tilheyrandi. …
Grindavíkurkonum spáð 2. sæti 1. deildar – Fyrsti leikur í kvöld
Formenn, þjálfarar og fyrirliðar liðanna í efstu deildum karla og kvenna í körfubolta hittust á árlegum blaðamannafundi í dag og spáðu í spilin fyrir komandi tímabil. Er Grindavík spáð góðu gengi í vetur og harðri baráttu við KR um toppsætið. Fyrsti leikur liðsins er einmitt í kvöld, þegar liðið sækir Ármann heim kl. 20:00 Spáin: 1. KR 138 stig2. Grindavík …
Afreksæfingar hjá körfuknattleiksdeild UMFG að hefjast
Afreksæfingar körfuknatleiksdeildar UMFG eru að hefjast á ný, en þjálfarinn í vetur verður bandaríski leikmaður meistaraflokks karla, Rashad Whack. Æfingarnar eru á þriðjudögum kl 14:00 og föstudögum kl 06:20. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir 12 ára og eldri. Iðkendur eru hvattir til þess að mæta og bæta sinn leik á afreksæfingum. Á afreksæfingum er áherslan öll á einstaklinginn og æfingar gerðar …
Búningasala hjá körfuboltanum á föstudaginn
Körfuknattleiksdeild UMFG verður með búningasölu í Gjánni fyrir barna og unglingaflokka, föstudaginn 29. september frá kl. 17:00 til 18:00. Búningurinn kostar 10.000 kr og sokkar eru líka seldir á 1000 kr og þarf að staðgreiða vörurnar við pöntun. Stuðningsmenn geta einnig nýtt þetta tækifæri til að kaupa stakar treyjur, en þær kosta 6.000 kr.
Rashad Whack nýr leikmaður Grindavíkur
Grindvíkingar hafa ráðið til sín erlendan leikmann fyrir komandi tímabil í Domino’s deild karla. Sá heitir Rashad Whack og er skotbakvörður að upplagi. Whack er fæddur árið 1991, er 191 cm á hæð og 91 kg. Whack útskrifaðist frá Mount St. Marys háskólanum árið 2014 og hefur síðan þá spilað í bæði Kanada og Swiss. Whack er þriðji erlendi leikmaðurinn …
Karfan.is leitar að blaðamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
Nú þegar körfuboltatímabilið er rétt handan við hornið leitar karfan.is að öflugum blaðamönnum og ljósmyndurum til að fjalla um leiki í Grindavík í vetur. Karfan.is hefur fjallað um íslenskan og erlendan körfuknattleik frá desembermánuði 2005 og hefur frá fyrsta degi verið rekin af öflugum sjálfboðaliðum. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt hafðu þá samband á netfangið karfan@karfan.is
Er þitt fyrirtæki rétt skráð í leikjaskrá körfuknattleiks-deildarinnar?
Undirbúningur fyrir útgáfu leikjaskrá körfuknattleiksdeildar UMFG er nú á fullu skriði en leiktímabilið hefst í byrjun október. Þjónustuaðilar í Grindavík er beðnir um að athuga sérstaklega sína skráningu og senda uppfærslur eða leiðréttingar ef einhverjar eru á Sigurbjörn Dagbjartsson á póstfangið sigurbjornd@gmail.com. Leikjaskrá síðasta tímabils má finna hér að neðan. Leikjaskrá körfuknattleiksdeildar UMFG 2016-2017
Þorsteinn Finnbogason kom sá og sigraði í Finnlandi
Þrátt fyrir að það gangi lítið upp hjá landsliði Íslands í körfubolta á Evrópumótinu í Finnlandi þá er Þorsteinn Finnbogason, aka Togarinn, aka Vélin, leikmaður Grindavíkur, heldur betur að slá í gegn. Þorsteinn er að vísu ekki í liðinu en í hálfleik í leik Íslands og Slóveníu gerði Þorsteinn sér lítið fyrir og vann skotkeppni á milli stuðningsmanna þjóðanna. Þorsteinn …
Æfingatöflur körfuknattleiksdeilda UMFG klárar
Æfingatöflur körfuknattleiksdeildar UMFG hafa nú verið birtar hér á vefsíðunni, þó með fyrirvara um breytingar. Æfingatöflurnar má sjá með því að smella hér. Þá má einnig nálgast upplýsingar um þjálfara deildarinnar hér.