Grindavík tapaði heim gegn Tindastóli í jöfnum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það voru tvö gríðarsterk lið sem mættust í Mustad-höllinni í kvöld en spekingarnir hafa flestir spáð þeim í toppbaráttuna í ár. Bæði lið eru afar vel mönnuð með valinn mann í hverju rúmi og má segja að leikurinn í kvöld hafi verið stál í stál frá fyrstu mínútu. Hvorugt liðið náði afgerandi forystu og um leið og annað þeirra gerði …

Grindavík tapaði í Keflavík í hörkuleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík sótti Keflavík heim í gær og eins og svo oft þegar Suðurnesjarisarnir mætast þá varð úr alveg hreint hörku viðureign. Grindavík byrjaði leikinn betur en náði aldrei að hrista Keflvíkingana af sér sem að lokum náðu undirtökum í leiknum og sigldu heim sigri, 93-88. Karfan.is fjallaði um leikinn: Keflvíkingar unnu í kvöld frábæran sigur á grönnum sínum úr Grindavík. …

Grindavík áfram í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík er komið í 16-liða úrslit Maltbikars karla eftir nokkuð þægilegan sigur á FSu á Selfossi í gær. Leikurinn var full jafn framan af en heimamenn leiddu eftir 1. leikhluta, 20-18. Grindvíkingar tóku góða rispu í 2. leikhluta og leiddu í hálfleik, 38-51. Grindavík byggði svo upp forskotið í seinni hálfleik, lokatölur 72-92. Þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Dagur Kár …

Dregið í Maltbikarnum, Suðurnesjaslagir framundan

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Dregið var í Maltbikarnum í höfuðstöðvum KKÍ í dag og voru bæði Grindavíkurliðin í pottinum. Er skemmst frá því að segja að bæði lið fá grannaslag þar sem strákarnir heimsækja Ljónagryfjuna í Njarðvík og stelpurnar fá Keflavík í heimsókn. Ekki er búið að raða leikjum niður á keppnisdaga en leikið verður dagana 4.-6. nóvember Liðin sem mætast í 16 liða …

Grindavík lagði Hauka

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík lagði Hauka að velli í Domino’s deild karla fyrir helgi, 90-80. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og það var ekki fyrr en rétt í blálokin sem Grindavík náði að slíta sig almennilega frá gestum og sigla sigrinum í höfn. Hinn 19 ára Ingvi Þór Guðmundsson var drjúgur fyrir Grindavík á lokasprettinum, en hann varð stigahæstur leikmanna liðsins, með …

Grindavíkurkonur einar á toppnum eftir sigur á ÍR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur eru enn með fullt hús stiga eftir góðan sigur á ÍR í Breiðholtinu á laugardaginn, 67-72. Um fyrsta heimaleik ÍR í 12 ár var að ræða og ljóst að þær ætluðu sér sigur í þessum leik. Það mátti ekki miklu muna undir lokin, sérstaklega þegar Embla Kristínardóttir fór meidd af velli. Hún harkaði þó af sér síðustu mínúturnar og …

Leikjaskrá körfuknattleiksdeildarinnar komin út

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Leikjaskrá Körfuknattleiksdeildar UMFG var borin út í gær og ættu öll hús í Grindavík að vera komin með eintak. Ef þitt hús fékk ekki leikjaskrá, þá þætti okkur vænt um að vita af því og því máttu hafa samband við Sigurbjörn í síma 892-8189 eða email: sigurbjornd@gmail.comEf þú fékkst ekki eintak og vilt nálgast, þá er það hægt í afgreiðslu …

Grindavík lagði Fjölni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík byrjað baráttuna í 1. deild kvenna af krafti en stelpurnar unnu sinn annan leik í jafn mörgum tilraunum á laugardaginn þegar þær lögðu Fjölni hér í Grindavík, 68-63. Bæði lið bíða eftir sínum erlendu leikmönnum en það var Embla Kristínardóttir sem dró vagninn fyrir Grindavík annan leikinn í röð. Hún nældi í svokallaða tröllatvennu, skoraði 27 stig og tók …

Grindavík lagði Þór í háspennuleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík hafði sigur í fyrsta leik vetrarins í Domino’s deildinni þetta haustið þegar liðið lagði nágranna okkar frá Þorlákshöfn með 1 stigi, 106-105. Leiknum hafði verið frestað vegna magakveisu sem herjaði á lið gestanna en það var þó ekki að sjá á leik þeirra í gær. Svokallaður haustbragur var á þessum leik en sigurinn gefur engu að síður góð fyrirheit …

Leik Grindavíkur og Þórs frestað

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Búið er að fresta leik Grindavíkur og Þórs Þ. í Domino’s deild karla sem átti að fara fram í kvöld vegna veikinda leikmanna Þórs Þ. Mótanefnd samþykkti beiðni Þórs eftir að hafa fengið læknisvottorð sem staðfestir að stór hluti leikmanna Þórs eru óleikfærir vegna veikinda. Nýr leiktími hefur ekki verið gefinn út.