Jón Axel stigahæstur er Davidson mættu ofjörlum sínum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það má segja að lið Davidson háskólans hafi mætt ofjörlum sínum í “March madness” í gær þegar þeir töpuðu gegn sterku liði Kentucky, 73-78. Það er þó ekki hægt að hengja þetta tap á okkar mann, Jón Axel Guðmundsson, en hann var sjóðandi heitur í seinni hálfleik og setti 6 þrista í röð og endaði lang stigahæstur með 21 stig. …

Úrslitakeppnin hefst í kvöld – Þorsteinn er klár

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar hefja leik í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Grindavík mætir Tindastóli og fara á erfiðan útivöll á Sauðárkróki en þangað þurfa þeir að sækja í það minnsta einn sigur ef þeir ætla sér áfram.Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Tindastóll TV fyrir þá sem komast ekki í Skagafjörðinn í kvöld. Karfan.is tók fyrirliða …

Jón Axel og félagar í úrslitin í háskólaboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Davidson háskólanum náðu sögulegum árangri um helgina þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. Sætið tryggðu þeir með sigri á Rhode Island í úrslitaleik Atlantic-10 deildarinnar, en lokatölur leiksins urðu 58-57. Jón Axel var einn af þremur leikmönnum liðsins sem lék allar 40 mínúturnar í leiknum og skilaði 9 stigum, 7 …

Grindavík með stórsigur á Ármanni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur enduðu deildarkeppnina á jákvæðum nótum í gær þegar þær völtuðu yfir lið Ármanns hér í Mustad-höllinni, en lokatölur leiksins urðu 76-43 Grindvíkingum í vil. Þetta var annar sigur liðsins í röð en þær unnu einnig Hamar í Hveragerði á dögunum. Annan leikinn í röð var það Ólöf Rún Óladóttir sem varð stigahæst Grindvíkinga en hún skoraði 27 stig á …

Grindavík tapaði heima gegn Hamri í framlengdum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík og Hamar mættust í hörkuspennandi leik í 1. deild kvenna hér í Grindavík í gærkvöldi, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir framlengingu. Grindavík hóf leikinn af miklum krafti og leiddi í hálfleik, 33-19. Gestirnir sóttu hins vegar mjög í sig veðrið í seinni hálfleik og jöfnuðu leikinn 57-57 rétt fyrir leikslok. Grindavík fékk 4 færi til að …

Skyldusigur á botnliði Hattar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti botnliði Hattar í fremur tíðindalitlum leik í Mustad-höllinni í gær. Hattarmenn hafa aðeins unnið einn leik af 16 í vetur, og gerðu sig líklegan í byrjun til að bæta öðrum í sarpinn. Grindvíkingar hrukku svo í gírinn í öðrum leikhluta sem þeir unnu með rúmum 20 stigum, 34-12, og eftir það varð ekki aftur snúið. Grindvíkingar …

Strákarnir töpuðu á Króknum í baráttuleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík sótti bikarmeistara Tindastóls heim í gær í miklum baráttuleik. Grindvíkingar fóru ágætlega af stað og leiddu með 8 stigum í 2. leikhluta en þá kom 21-7 kafli hjá heimamönnum sem setti Grindvíkinga í erfiða stöðu og svo fór að lokum að Stólarnir fóru með sigur af hólmi, 94-82. J’Nathan Bullock var algjör yfirburðamaður í liði Grindavíkur með 33 stig …

Grindvíkingar tóku Keflvíkinga í kennslustund

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti nágrönnum okkar frá Keflavík síðastliðinn föstudag, í leik sem flestir áttu sennilega von á að yrði hörkuspennandi viðureign. Sú varð raunin eftir 1. leikhluta, jafnt á öllum tölum 17-17, en síðan ekki söguna meira. Grindavík setti í fluggírinn í öðrum leikhluta þar sem Keflvíkingar komu aðeins 6 stigum á blað og úrslitin í raun ráðin. Minni …

Grindavík tapaði úti gegn ÍR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurstúlkur sóttu ÍR heim á laugardaginn í 1. deild kvenna. Leikurinn var jafn framan af og var jafn í hálfleik, 26-26 en í seinni hálfleik sigu ÍR-ingar hægt og örugglega fram úr og lönduðu að lokum sigri, 55-44. Karfan.is fjallaði um leikinn í máli og myndum: ÍR sóttu góðan heimasigur í hörkuleik ÍR tók á móti Grindavík í Hertz-hellinum í …

Fjölnisstúlkur fóru með öll stigin úr Mustad-höllinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti Fjölni í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Fjölnisstúlkur tók forystu strax í upphafi leiks og létu hana aldrei af hendi, þrátt fyrir öflugar atlögur Grindavíkur. Lokatölur 62-74. Karfan.is fjallaði um leikinn: Grindavík tók á móti Fjölni í þriðju viðureign liðanna í 1. deild kvenna í vetur en liðin höfði skipt með sér sigrunum í fyrri viðureignum. …