Sigtryggur Arnar til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Risastórar fréttir bárust frá Körfuknattleiksdeild UMFG í gærkvöldi þegar greint var frá því að Sigtryggur Arnar Björnsson væri genginn til liðs við Grindavík. Fréttir höfðu borist síðustu daga að viðræður um félagaskipti Arnars frá Tindastóli væru í gangi, sem voru svo staðfestar í gær með handabandi og fréttatilkynningu: „Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna að við höfum náð samkomulagi …

Skrifað undir fjóra leikmannasamninga í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Í gærkvöldi skrifuðu fjórir leikmenn undir samninga við lið Grindavíkur í meistaraflokki karla. Hlynur Hreinsson skrifaði undir eins árs samning um að spila með liðinu en hann kemur frá FSu þar sem hann hefur verið lykilmaður undanfarin ár. Grindvíkingurinn Nökkvi Harðarson hefur ákveðið að koma aftur heim eftir dvöl hjá Vestra þar sem hann var meðal annars fyrirliði liðsins á síðasta …

Skrifað undir samninga við tíu leikmenn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Nú á dögunum skrifuðu tíu grindvískir leikmenn undir saminga við meistaraflokk kvenna í körfunni, en allar skrifuðu þær undir tveggja ára samninga. Níu af þessum leikmönnum léku allar með liðinu í fyrra en einn „nýr“ leikmaður skrifaði einnig undir samning, Erna Rún Magnúsdóttir. Erna hefur spilað með Þór á Akureyri undanfarin ár en er flutt heim og komin í gult aftur. Óskum þeim öllum innilega …

Sumaræfingar í körfu – Æfingatafla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sumaræfingar á vegum Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur hefjast mánudaginn 11. júní með afreksæfingum fyrir verðandi 7. bekk og eldri. Æfingarnar eru frá kl 17:00-18:00. Frítt er á sumaræfingar. Einnig býður körfuknattleiksdeildin uppá styrktaræfingar fyrir verðandi 9. bekk og eldri. Styrktaræfingar fara fram í Gym heilsu kl 18:15 á þriðjudögum og fimmtudögum. Iðkendur verða að eiga líkamsræktarkort. Þeir iðkendur sem ekki eiga geta …

Lokahóf yngri flokka á morgun, miðvikudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í íþróttahúsinu miðvikudaginn 23. maí, kl. 17:00. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.10 ára – unglingaflokka. Pylsupartý verður að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir utan íþróttahúsið. Körfuknattleiksdeildin veitir einstaklingsverðlaun fyrir góð gildi sem gera iðkendur að betri leikmönnum og félagsmönnum í framtíðinni. T.d. eru veittar viðurkenningar fyrir framfarir, dugnað, ástundun, og að vera góður liðsfélagi. …

Grindavík Íslandsmeistarar í 10. fl. kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík landaði Íslandsmeistaratitli um helgina þegar stúlkurnar í 10. flokki lögðu erkifjendur sína í Keflavík með töluverðum yfirburðum, en lokatölur leiksins urðu 53-36, Grindavík í vil. Þessi titill er enn ein rósin í hnappagat þessa flokks og Ólafar Helgu Pálsdóttur þjálfara þeirra en þær hafa landað ófáum Íslands- og bikarmeistaratitilum síðustu ár. Stelpurnar kórónuðu með þessum sigri fullkomið tímabil, en …

Grindavík vann grannaslaginn við Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík vann góðan 0-2 sigur á grönnum okkar í Keflavík í Pepsi-deild karla í gær. Eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik komu Grindvíkingar miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og skoruðu tvö mörk með skömmu millibili. Fyrst var það varnarmaðurinn Björn Berg Bryde sem skallaði boltann í markið af stuttu færi á 57. mínútu og svo var það Sam Hewson sem …

Grindavík Íslandsmeistarar í 9. flokki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar lönduðu Íslandsmeistaratitli í körfubolta um helgina, þegar stúlkurnar í 9. flokki unnu úrslitaleik gegn sameiginlegu liði Tindastóls og Þórs nokkuð örugglega. Lokatölur leiksins urðu 59-27 en á kafla skoraði Grindavík 20 stig í röð án þess að Tindastóll/Þór næði að svara fyrir sig. Elísabet Ýr Ægisdóttir var valin besti leikmaður leiksins, af annars afar jafngóðu liði Grindavíkur. Hún skoraði 16 …

Karfan og knattspyrnan sameinast á vorgleði stuðningsmanna – FRESTAÐ

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna, Körfubolti

Af óviðráðanlegum ástæðum hefur þessum viðburði verið frestað um óákveðin tíma. Ný dagsetning auglýst síðar! Föstudaginn 11. maí verður blásið til mikillar veislu meðal stuðningsmanna stærstu deilda UMFG þegar knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildin ætla að sameina krafta sína í vorgleði beggja deilda. Miðað við yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeildinni verður ekkert til sparað á þessari gleði og framundan er ógleymanlegt kvöld með frábærum …