Þjálfarar og aðstoðarþjálfarar yngri landsliða KKÍ tilkynntu í gær um leikmannahópa þeirra liða sem taka þátt í landsliðsverkefnunum sumarið 2017. Alls eru 35 leikmenn frá Suðurnesjum og þar af 12 frá Grindavík. U15 liðin fara á Copenhagen Invitational mótið í Danmörku í júní. U16 og U18 liðin fara fyrst á NM í Finnlandi, einnig í júní, og svo fer hvert …
Knattspyrnuskóli UMFG er risastórt samvinnuverkefni
Knattspyrnuskóli UMFG og Jóa útherja var helgina 17.-19.febrúar og mættu 130 iðkendur víðs vegar að frá landinu. Skólinn hefur notið mikilla vinsælla og hefur fest sig í sessi um ókomna tíð. Mikið var lagt í skólann varðandi þjálfara/fyrirlesara. Meistarakokkurinn Bjarni Óla sá um að fæða hópinn en hann hefur séð um matinn öll árin sem skólinn hefur verið starfræktur. Meðal þeirra …
Grindavík og Breiðablik skildu jöfn í Lengjubikarnum
Grindavík og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Lengjubikarnum á laugardaginn en leikið var í Fífunni. William Daniels kom Grindavík yfir snemma í leiknum eftir laglega sendingu frá Kristijan Jajalo, markmanni Grindavíkur. Breiðablik jafnaði á 57. mínútu og var markið af dýrari gerðinni, hælspyrna eftir hornspyrnu. Eftir leikinn er Grindavík í efsta sæti riðilsins, með 4 stig eftir tvo leiki og markatöluna …
Æfingar falla niður í Hópinu í dag til kl. 17:00
Vegna veðurs er Hópið lokað og allar æfingar þar falla niður til klukkan 17:00 í það minnsta.
Þolinmæðissigur á Snæfelli
Grindvíkingar rétt mörðu sigur á botnliði Snæfells í Domino’s deild karla í Stykkishólmi í gær en Snæfellingar voru hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri í vetur. Heimamenn hófu leikinn með látum og virtust Grindvíkingar ekki alveg klárir á því hvaðan á þá stóð veðrið. Með þolinmæði og seiglu réttu þeir þó skútuna af og unnu að lokum, 80-88. …
Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG í dag
Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar 2017. Kl: 18:00 í félagsheimili knattspyrnudeildar að Austurvegi 3 (Gulahúsinu) Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Iðkendur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG.
Keflavíkursigur í Mustad-höllinni
Enn syrtir í álinn hjá Grindavíkurkonum í Domino’s deildinni en liðið tapaði heima fyrir Keflavík í gær. Grindavík hefur leikið alla sína leiki eftir áramót án erlends leikmanns þar sem að Angela Rodriguez hefur ekki enn fengið leikheimild. Grindavík situr nú á botni deildarinnar með þrjá sigra þegar fimm leikir eru eftir. Haukar eru svo í næsta sæti fyrir ofan, …
Aðalfundur knattspyrnudeildar í dag
Klukkan 18:00 fer fram aðalfundur knattspyrnudeildarinnar í félagsheimili knattspyrnudeildar að Austurvegi 3 (Gulahúsinu) Dagskrá : Venjuleg aðalfundarstörf. Iðkendur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG.
Sænskur markvörður til Grindavíkur
Meistaraflokkur kvenna heldur áfram að bæta við sig erlendum landsliðskonum fyrir komandi sumar í Pepsi-deildinni en fótbolti.net greinir frá því í dag að hin sænska Martin Reuterwall sé gengin til liðs við Grindavík. Martin er 26 ára markvörður frá Svíþjóð og hefur leikið einn landsleik. Hin norður-írska Emma Higgins framlengdi sinn samning við Grindavík í desember og því ljóst að …
Myndir frá grímutöltmótinu
Síðastliðinn laugardag stóð hestamannafélagið Brimfaxi fyrir stórskemmtilegu töltmóti í samvinnu við hestamannafélagið Sóta frá Álftanesi. Um svokallað grímutöltmót var að ræða þar sem knapar, og jafnvel hestar, mættu til leiks í skrautlegum búningum. Búningarnir voru hver öðrum glæsilegri en á Facebook-síðu Sóta má sjá fjölmargar skemmtilegar myndir frá mótinu. Við birtum smá sýnishorn hér að neðan: