Grindavík rúllaði Völsungum upp, 7-1

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík er komið áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarins eftir frábæran 7-1 sigur á Völsungum í gær. Grindavík lék upp í stífan vindinn í fyrri hálfleik en það virtist þó ekki skipta máli þar sem strákarnir settu 3 mörk í fyrri hálfleik. Þeir bættu svo við fjórum til viðbótar í seinni hálfleik. Markaskorarar Grindavíkur voru William Daniels sem skoraði 4 mörk …

Stelpurnar fengu skell heima gegn ÍBV

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur áttu ekki sinn besta dag í gær þegar þær tóku á móti ÍBV, en lokatölur leiksins urðu 0-4. Erlendir leikmenn liðsins sem dregið hafa vagninn framan af móti áttu erfitt uppdráttar og sáust varla á löngum köflum. Thaisa Moreno var ekki í leikmannahópnum í gær vegna meiðsla en hún hefur verið einn besti leikmaður liðsins og virtist liðið sakna krafta …

Jón Axel, Óli og Ingunn landsliðsfulltrúar Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Búið er að velja þá 12 leikmenn sem munu skipa landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og eiga Grindvíkingar þrjá fulltrúa í liðunum. Ingunn Embla Kristínardóttir var valin í kvennaliðið og þeir Jón Axel Guðmundsson og Ólafur Ólafsson í karlaliðið. Leikarnir fara fram dagana 30. maí til 3. júní  Liðin í heild: Landslið kvennaBerglind Gunnarsdóttir · Snæfell (8)Birna Valgerður …

Grindvíkingar fengu skell gegn Víkingum heima

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Eftir ágætis byrjun á tímabilinu var Grindvíkingum kippt harkalega niður á jörðina í gær þegar þeir steinlágu heima gegn Víkingum frá Ólafsvík, 1-3. Grindvík lék með vindinn í bakið í fyrri hálfleik en náði þó ekki að setja mark en Víkingar opnuðu seinni hálfleikinn með látum og komust fljótt í 0-2. Juan Manuel Ortiz Jimenez minnkaði muninn í uppbótartíma en hann …

Grindavík mætir ÍBV á morgun og stelpurnar leggja allt undir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tekur á móti ÍBV í Pepsi-deild kvenna á morgun, þriðjudaginn 16. maí, kl. 17:15. Grindavík hefur farið vel af stað í vor og er með 6 stig eftir 3 umferðir. Stelpurnar ætla sér að fylgja þessum góða árangri eftir á morgun og leggja allt undir til að næla sér í 3 stig í viðbót. Mætum á völlinn og styðjum …

Grindavík lagði KR á útivelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur fara vel af stað í Pepsi-deildinni en þær unnu KR á útivelli í gærkvöldi, 0-1. Grindavík var mun betri aðilinn í leiknum og sóttu stelpurnar nær látlaust frá fyrstu mínútu. Þrátt fyrir aragrúa marktækifæra leit aðeins eitt mark dagsins ljós en það var hin brasilíska Rilany Aguiar Da Silva.  Hinir erlendu leikmenn Grindavíkur vorum í algjörum sérflokki á vellinum í …

Dagur áfram í Grindavík og Jóhann og Hinrik snúa aftur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Pennarnir voru á lofti í Gjánni í gærkvöldi þegar körfuknattleiksdeild UMFG skrifaði undir samninga við þrjá leikmenn og einn þjálfara. Jóhann Árni Ólafsson er kominn heim eftir vetrardvöl hjá Njarðvík og Hinrik Guðbjartsson snýr aftur úr víking frá Vestfjörðum. Þá framlengdi Dagur Kár sinn samning við Grindavík sem er mikið gleðiefni enda Dagur einn af betri bakvörðum landsins á nýliðnu …

Úrslit úr fyrsta stigamóti sumarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fyrsta stigamóti sumarsins hjá GG fór fram í gær. Þátttaka var með besta móti í fyrsta mót ársins en 33 kylfingar mættu til leiks. Úrslitin urðu eftirfarandi: 1. sæti höggleikur Ingvar Guðjónsson GG 74 högg1. sæti punktakeppni Guðmundur Pálsson GG 38 punktar2. sæti punktakeppni Sveinn Ísaksson GG 36 punktar3. sæti punktakeppni Bjarki Guðmundsson GG 35 punktar Sigurður Helgi Hallfreðsson GG …

Andri Rúnar tryggði sigurinn gegn sínum gömlu félögum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík landaði sannkölluðum seiglusigri gegn Víkingum í gær en Andri Rúnar Bjarnason, fyrrum leikmaður Víkings, skoraði sigurmarkið í uppbótartíma á 94. mínútu. Grindavík byrjaði leikinn ekki vel en eftir gott spjall í hálfleik þar sem Óli Stefán lagði mönnum línurnar var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og tvö góð mörk litu dagsins ljós. Lokatölur Víkingur 1 …

Íris og Ólafur valin mikilvægustu leikmennirnir á lokahófinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG fór fram síðastliðið föstudagskvöld með miklum glæsibrag í Gjánni. Sjálfur Gummi Ben stýrði veisluhöldum eins og honum einum er lagið og boðið var upp á dýrindis mat frá höllu. Veittar voru viðurkenningar til leikmanna meistaraflokka karla og kvenna og nokkrar þar fyrir utan. Á myndinni hér að ofan eru þau Petrúnella Skúladóttir, sem fékk viðurkenningu fyrir gott …