Eftir ágæta byrjun í Pepsi-deild kvenna er biðin eftir næstu stigum orðin ansi löng hjá Grindavíkurkonum, en síðasti sigur liðsins kom gegn KR þann 10. maí. Í gær tóku þær á móti Blikum þar sem lokatölur urðu 0-5, gestunum í vil. Grindavík byrjaði leikinn ágætlega fyrir 40 mínúturnar eða svo og voru óheppnar að jafna ekki 1-1 fyrir hálfleik. Í …
Hrund Skúladóttir í Njarðvík
Hrund Skúladóttir, einn af efnilegri leikmönnum Grindavíkur í körfunni, mun ekki leika með Grindavík næsta vetur, en hún hefur skipt yfir í Njarðvík. Hrund, sem fædd er árið 2000, hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár en náði sér ekki almennilega á strik síðastliðin vetur vegna veikinda, og lék aðeins 15 leiki með Grindavík. Karfan.is greindi frá: „Hrund …
Grindavík tekur á móti Blikum í kvöld
Grindavíkurkonur taka á móti Breiðabliki í kvöld í Pepsi-deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 og mælum við með góðum og gulum úlpum í stúkuna í kvöld.
Grindavík lagði ÍBV örugglega
Grindvíkingar halda áfram að gera það gott í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en í gær lögðu þeir ÍBV hér í Grindavík, 3-1. Það má segja að heimamenn hafi klárað leikinn í fyrri hálfleik en staðan var 3-0 í hálfleik. Andri Rúnar Bjarnason opnaði markareikning sinn strax á 4. mínútu og bætti svo við öðru marki fyrir hálfleik, en Sam Hewson …
Íslandsmót unglinga í holukeppni á Húsatóftavelli um helgina
Íslandsmót unglinga verður haldið á Húsatóftavelli um helgina og leikið á 18 holum. Allir bestu ungu kylfingar landsins (14-21 árs) munu mæta til leiks í Grindavík. Völlurinn verður lokaður frá föstudagsmorgni og fram yfir hádegi á sunnudag. Við viljum minna á vinavellina í nágrenninu GS – GSG og GVS. Eins eru Akranes, Borgarnes og Selfoss á góðum kjörum fyrir félagsmenn …
Grindavík – ÍBV á sunnudaginn
Grindavík tekur á móti ÍBV á Grindavíkurvelli á sunnudaginn kl. 17:00. Eyjamenn mæta sjóðheitir til leiks eftir góðan sigur á KR í síðasta leik og verður því eflaust um hörkuleik að ræða. Stuðningsmenn Grindavíkur munu hita upp í Gjánni frá kl. 15:30 þar sem hamborgar og fleiri veitingar verða til sölu.
Fimm leikmenn Grindavíkur í U15 ára landsliði stúlkna
Grindvíkingar eiga fimm glæsilega fulltrúa í U15 ára landsliði stúlkna sem leikur á hinu árlega Copenhagen-Invitational mótinu í Farum í Danmörku, en mótið hófst í dag. Grindavík átti raunar sex fulltrúa í liðinu en Anna Margrét Lucic Jónsdóttir varð fyrir því óhappi að puttabrotna rétt fyrir mót og heltist því úr lestinni á lokasprettinum. Hún fylgdi liðinu þó út og var hluti …
Ingvi Þór verður fulltrúi Grindavíkur á EM U20
U20 ára landslið karla í körfubolta mun í sumar taka þátt í einu stærsta verkefni yngri landsliða Íslands frá upphafi þegar liðið leikur í lokakeppni Evrópumóts U20 landsliða í A-deild í fyrsta sinn. Ingvi Þór Guðmundsson verður fulltrúi Grindavíkur í landsliðshópnum en Ingvi er á yngra ári landsliðsins. Frá verkefninu er greint á vef kki.is: Búið er að velja lokahóp …
Martin og Hildur heimsækja sumaræfingar körfuboltans í dag
Landsliðsfólkið þau Martin Hermansson og Hildur Björg Kjartansdóttir koma í heimsókn á sumaræfingar körfuboltans í Grindavík í dag, fimmtudaginn 15. júní. Þau ferðast um landið í sumar og heimsækja félögin sem eru að standa fyrir sumaræfingum. Martin Hermannsson er orðinn einn allra besti körfuboltamaður sem þjóðin á. Martin spilaði sitt fyrsta tímabil í atvinnumennskunni í vetur í Frakklandi og stóð …
Grindavík gerði jafntefli við Íslandsmeistara FH
Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum FH í hörkuleik á Grindavíkurvelli í gær þar sem lokatölur urðu 1-1. Grindvíkingar hafa verið að glíma við töluverð meiðsli í upphafi sumars en þau virtust þó ekki hafa mikil áhrif á leikskipulag liðsins sem ríghélt í þessum leik. FH-ingar komust lítt áfram gegn vel skipulagðri vörn Grindavíkur og sköpuðu sér fá afgerandi færi. Grindvíkingar …