Ungmennafélag Grindavíkur stendur nú fyrir átaki í að skrá sína félagsmenn. Það kostar ekkert að skrá sig og því fylgja engar kvaðir. Ávinningurinn fyrir UMFG er þó töluverður því fjöldi félaga ræður t.a.m. hlutfallslegri úthlutun af lottótekjum og hefur áhrif á fjölda fulltrúa félagsins á þingum UMFÍ. Hægt er að skrá sig á netinu hér á nokkrum sekúndum. Fyrir þá …
Grindavík áfram í bikarnum
Grindavík er komið í 16-liða úrslit Maltbikars karla eftir nokkuð þægilegan sigur á FSu á Selfossi í gær. Leikurinn var full jafn framan af en heimamenn leiddu eftir 1. leikhluta, 20-18. Grindvíkingar tóku góða rispu í 2. leikhluta og leiddu í hálfleik, 38-51. Grindavík byggði svo upp forskotið í seinni hálfleik, lokatölur 72-92. Þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Dagur Kár …
Dregið í Maltbikarnum, Suðurnesjaslagir framundan
Dregið var í Maltbikarnum í höfuðstöðvum KKÍ í dag og voru bæði Grindavíkurliðin í pottinum. Er skemmst frá því að segja að bæði lið fá grannaslag þar sem strákarnir heimsækja Ljónagryfjuna í Njarðvík og stelpurnar fá Keflavík í heimsókn. Ekki er búið að raða leikjum niður á keppnisdaga en leikið verður dagana 4.-6. nóvember Liðin sem mætast í 16 liða …
Grindavík lagði Hauka
Grindavík lagði Hauka að velli í Domino’s deild karla fyrir helgi, 90-80. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og það var ekki fyrr en rétt í blálokin sem Grindavík náði að slíta sig almennilega frá gestum og sigla sigrinum í höfn. Hinn 19 ára Ingvi Þór Guðmundsson var drjúgur fyrir Grindavík á lokasprettinum, en hann varð stigahæstur leikmanna liðsins, með …
Óli Stefán Flóventsson áfram með Grindavík
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu, skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við liðið. Töluvert hafði verið fjallað um óvissu með framtíð Óla hjá liðinu í fjölmiðlum en hann og stjórn knattspyrnudeildarinnar náðu saman um helgina eftir góðar viðræður. Það er því ljóst að Óli mun halda áfram að byggja ofan á þann góða árangur sem …
Andri Rúnar að öllum líkindum á förum frá Grindavík
Andri Rúnar Bjarnason, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar og besti leikmaður hennar sem og Grindavíkur, er að öllum líkindum á leið í atvinnumennsku erlendis. Samningur hans við Grindavík er útrunninn og sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, að hann reiknaði ekki með öðru en að Andri myndi reyna fyrir sér á erlendri grundu. „Ég reikna með því að hann sé á förum,“ …
Grindavíkurkonur einar á toppnum eftir sigur á ÍR
Grindavíkurkonur eru enn með fullt hús stiga eftir góðan sigur á ÍR í Breiðholtinu á laugardaginn, 67-72. Um fyrsta heimaleik ÍR í 12 ár var að ræða og ljóst að þær ætluðu sér sigur í þessum leik. Það mátti ekki miklu muna undir lokin, sérstaklega þegar Embla Kristínardóttir fór meidd af velli. Hún harkaði þó af sér síðustu mínúturnar og …
Leikjaskrá körfuknattleiksdeildarinnar komin út
Leikjaskrá Körfuknattleiksdeildar UMFG var borin út í gær og ættu öll hús í Grindavík að vera komin með eintak. Ef þitt hús fékk ekki leikjaskrá, þá þætti okkur vænt um að vita af því og því máttu hafa samband við Sigurbjörn í síma 892-8189 eða email: sigurbjornd@gmail.comEf þú fékkst ekki eintak og vilt nálgast, þá er það hægt í afgreiðslu …
Aðalfundur Hestamannafélagsins Brimfaxa verður 26. október
Aðalfundur Brimfaxa verður haldinn fimmtudaginn 26. október 2017 kl. 19:00 í reiðhöllinni.Dagkrá fundar: Venjuleg aðalfundarstörf.Stjórnin.
Grindavík lagði Fjölni
Grindavík byrjað baráttuna í 1. deild kvenna af krafti en stelpurnar unnu sinn annan leik í jafn mörgum tilraunum á laugardaginn þegar þær lögðu Fjölni hér í Grindavík, 68-63. Bæði lið bíða eftir sínum erlendu leikmönnum en það var Embla Kristínardóttir sem dró vagninn fyrir Grindavík annan leikinn í röð. Hún nældi í svokallaða tröllatvennu, skoraði 27 stig og tók …