Í gærkvöldi var haldið annað bikarmótið í tímatöku (time trial) á Stapafellsvegi við Seltjörn. Hjólað var upp í Stapafellsnámur og til baka, almenningsflokkur og unglingaflokkar hjóluðu brautina,11,5 km einu sinni, en Elite flokkar hjóluðu brautina tvisvar, alls 23km.
Alls voru 66 skráðir keppendur í mótinu sem fór fram við frábærar aðstæður. Mótið átti að fara fram kvöldið áður en í ljósi þess að veðrið var ekki eins og best verður á kosið þurfti að fresta mótinu og er þetta því þriðja mótið sem er frestað vegna veðurs í vor. UMFG átti tvo keppendur á verðlaunapalli að þessu sinni, en Jóhann Dagur Bjarnason vann U17 flokk karla og Sigurður Bergmann varð í þriðja sæti í opnum flokki.
Úrslit
Elite Karlar
1 95 Rúnar Örn Ágústsson 1985 Breiðablik 00:15:08 () 00:30:31
2 85 Ingvar Ómarsson 1989 Breiðablik 00:15:19 () 00:31:27
3 94 Hákon Hrafn Sigurðsson 1974 Breiðablik 00:15:46 () 00:31:40
Elite konur
1 79 Ágústa Edda Björnsdóttir 1977 Tindur 00:17:57 () 00:36:24
2 77 Rannveig Anna Guicharnaud 1972 Breiðablik 00:18:02 () 00:36:49
3 76 Telma Matthíasdóttir 1976 3SH 00:19:35 () 00:40:00
Junior Karlar
1 74 Eyþór Eiríksson 2001 HFR 00:17:25
2 73 Sæmundur Guðmundsson 2000 HFR 00:18:23
3 71 Sólon Nói Sindrason 2000 HFR 00:18:34
Junior Konur
1 34 Elísabet Helga Jónsdóttir 2001 Utan félags 00:29:05
U17 Karlar
1 40 Jóhann Dagur Bjarnason 2002 UMFG 00:20:44
2 39 Ísar Freyr Collins 2002 Utan félags 00:24:45
3 99 Patrick Sigurðarson 2003 Hjólakraftur 00:26:53
U17 Konur
1 36 Natalía Cassata 2003 HFR 00:21:04
2 35 Bergdís Eva Sveinsdóttir 2003 HFR 00:22:03
U15 Karlar
1 38 Arnaldur Daðason 2004 Utan félags 00:25:17
2 37 Benedikt Bergur Björnsson 2005 Utan félags 00:30:01
Almenningsflokkur Karlar
1 62 Helgi Berg Friðþjófsson 1979 BFH 00:18:16
2 61 Hlynur Hardarson 1966 Víkingur 00:18:26
3 56 Sigurður Bergmann 1961 UMFG 00:18:43
Almenningsflokkur Konur
1 48 Erla Sigurlaug Sigurðardóttir 1976 Tindur 00:19:30
2 45 Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir 1975 HFR 00:19:52
3 49 Magnea Guðrún Karlsdóttir 1978 Bjartur 00:20:32