Saltfiskveisla og hamborgarar fyrir leik í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Í kvöld mun Grindavík taka á móti vinum okkar frá Akranesi í Mjólkurbikarnum. Við ætlum ekki að vera með Bacalao mót þetta árið en ætlum í tilefni af þessum leik að vera með saltfisk fyrir leik í Gjánni og mun Bjarni Óla (Bíbbinn) sjá um eldamennskuna.  Að sjálfsögðu munum við grilla hamborgara líka og vera með einhverja góða drykki með.  
 
Við ætlum að opna kl. 17:30 og verðmiðinn á þessu er eftirfarandi:
 
Saltfiskur og miði á leikinn:  4.000 kr.-
 
Hamborgari/kaldi og miði á leikinn:  3.000 kr.-
 
Hamborgari/gos og miði á leikinn:  2.500 kr.-
 
Stakur miði á leikinn er 2.000 kr.-  Athugið að árskort gilda ekki á leiki í bikarkeppninni.

Knattspyrnudeild UMFG