Grindavík náði í stig í Garðabæ – Maja með stórleik í markinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar nældu í eitt stig á gervigrasinu í Garðabænum í gær þar sem varamarkvörðurinn Maciej Majewski átti sannkallaðan stórleik. Grindvíkingar komust yfir snemma í leiknum með marki frá René Joensen en eftir það óðu Stjörnumenn hreinlega í færum en náðu aðeins að nýta eitt þeirra. Aðalmarkvörður Grindavíkur, Kristijan Jajalo, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en það kom þó lítið að sök þar sem Maja varði eins og berserkur í þessum leik og var valinn maður leiksins að honum loknum af Fótbolta.net

Það gekk á ýmsu í þessum leik og fékk prúðmennið Milan Stefán Jankovic rautt spjald á 71. mínútu fyrir mótmæli. Óli Stefán fékk svo gult spjald fyrir sömu sakir 10 mínútum síðar. Viðtal við Óla má sjá hér.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn

Staðan í deildinni eftir 6 umferðir: