Þjálfarar U15 ára landsliðanna í körfubolta hafa nú valið sína lokahópa fyrir sumarið 2018. Um fjögur 9 manna landslið er að ræða, og hafa 18 leikmenn verið valdir í hvorn hóp. Liðin taka þátt á Copenhagen-Invitational mótinu í Farum í Danmörku um miðjan júní.
Fimm leikmenn Grindavíkur eru í þessum liðum, þar af fjórar stúlkur. Í stúlknalandsliðinu eru það þær Elísabet Ýr Ægisdóttir, Hulda Björk Ólafsdóttir, Júlía Ruth Thasaphong og Viktoría Rós Horne. Fulltrúi Grindavíkur í drengjalandsliðinu er Bragi Guðmundsson.
Það eru þeir Ingvar Guðjónsson sem þjálfar stelpurnar og Hjalti Þór Vilhjálmsson sem þjálfar strákana. Atli Geir Júlíusson verður Ingvari til aðstoðar og Skúli Ingibergur Þórarinsson aðstoðar Hjalta Þór.