Heil og sæl foreldar / forráðamenn,
Nú fer starfið innan deilda UMFG að byrja og viljum við byrja á því að benda öllum á að skrá börnin sín í þær deildir sem ætla sér að stunda íþróttir í.
Innskráningaferlið er kynnt hérna http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold og þar eru ítarlegar upplýsingar um hvernig skal skrá barnið inn í flokka t.d hérhttp://www.grindavik.is/gogn/umfg/Leibeiningar_fyrir_innskraningakerfi_Nora_hja_UMFG_i_myndum.pdf
Þeir sem hafa glatað lykilorðinu sínu hafa samband við skrifstofu umfg@umfg.is og starfsmaður sendir nýtt lykilorð til ykkar í pósti. Einnig er starfsmaður á skrifstofunni í nýju íþróttamiðstöðinni við Austurveg mánudaga og fimmtudaga frá kl 14:00-18:00 ef viðkomandi hefur ekki aðstöðu til þess að skrá barnið inn.
Við viljum minna foreldra á að skrá börnin í þær deildir sem þau ætla að vera í og að lokum að greiða æfingagjöldin en þau er hægt að greiða bæði með greiðslukorti og einnig með því að fá greiðsluseðil í heimabanka.
Töflur fyrir allar íþróttir eru á heimasíðunni www.umfg.is nema knattspyrnudeild en hún kemur síðar í september þegar fríi er lokið hjá deildinni.
Æfingagjöldum er skipt upp í tvær greiðslur janúar-júní og júli-desember á hverju ári og er æfingagjaldið í heild sinni 25.000.- kr.
Æfingagjöldin greiða þeir sem eru 6-16 ára.
Mjög mikilvægt er að skrá börnin inn og ef þau eru nú þegar skráð inn í kerfið að foreldrar athugi hvort að ekki sé rétt tölvupóstfang og símanúmer séu uppfærð svo að hægt sé að ná í foreldra/forráðamenn.