Það var met þátttaka í Möllernum þetta árið, fyrirtækjamóti Golfklúbbs Grindavíkur, því 36 sveitir skráðu sig til leiks. Það var í raun ekkert skrýtið því veðurspá var ágæt og mikil stemning hafði myndast meðal fyrirtækja, enda hafa kylfingar verið ósparir á lofsyrðin um völlinn og umfang þessa móts.
Þeir urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum, 15 stiga hiti og örlítil gola mætti mönnum í byrjun en er líða tók á daginn byrjaði að rigna með smá golu. Hvað var hægt að biðja um meira? Jú, völlurinn í toppstandi. Það varð einnig raunin, því skor var almennt mjög gott. Til marks um það voru hvorki fleiri né færri en 7 sveitir sem spiluðu á 41 punkti eða meira, að því er segir á heimasíðu GG.
Hlutskörpust varð sveit Securitas á 43 punktum en annar liðsmanna sveitarinnar fór holu í höggi á 7. braut vallarins að launum hlutu þeir gjafabréf frá WOW air að verðmæti kr. 60 þús. og verðlaunagrip. Í öðru sæti varð sveit 1 frá Þorbirninum á 42 punktum og hlaut sveitin 45 þús. kr gjafabréf frá WOW air ásamt verðlaunagrip til eignar. Framnes varð í 3. sæti líkt og Þorbjörninn 1, en á lakara skori á síðustu 6 holunum fyrir vikið hlaut sveitin farmiða til Berlínar fyrir einn frá WOW air. Í fjórða sæti varð sveit 1 frá Vísi á 41 punkti líkt og samherjar í Vísi 2 á 41 punkt en á betra skori á síðari 9 holunum. Vísir 1 hlaut að launum gisting og morgunmatur fyrir tvo á Northern Light Inn. Fyrri fimmta sætið hlaut Vísir 2 smurþjónustu fyrir fólksbifreið frá Vélsmiðju Grindavíkur og gjafabréf á Salthúsið restaurant fyrir 10.000 kr.
Nándir:
2. hola – Framnes 1,53m
5. hola – Hérastubbur bakarí 3,08m
7. hola – Securitas – hola í höggi
16. hola – Vísir 1 – 3,70m
18. hola – Framnes – 0,87m