Grindavíkurstelpur lágu fyrir Fram

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur sóttu ekki gull í greipar toppliðs Fram í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Fram vann Grindavík 4-1 og hefur því unnið alla níu leiki sína í riðlinum.

Grindavík byrjaði reyndar betur og náði forystu eftir stundarfjórðung með marki Rebekku Salicki. En Fram jafnaði metin fyrir hlé. Í seinni hálfleik höfðu Framstúlkur nokkra yfirburði og bættu við þremur mörkum. Grindavíkurliðið lék ágætlega á köflum en Framstúlkur eru með gríðarlega öflugt lið. Dómari leiksins var nokkuð skrautlegur og rak hann Guðnýju Gunnlaugsdóttur af velli í lokin.