Meistaramót GG hefst í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur hefst í dag og stendur til laugardags en í meistaraflokki karla er spilað fram á laugardag. Alls eru 55 kylfingar skráðir til leiks sem er örlítil fækkun frá því í fyrra. Í fyrsta skipti í sögu GG verður spilað á 18 holu velli en nýju brautirnar fimm sem teknar voru í notkun í síðustu viku verða einnig notaðar.

Að sögn Páls Erlingssonar, formanns GG, hafa nýju brautirnar fengið frábæra dóma og völlurinn reyndar umtalaður á meðal kylfinga hversu góður hann er. Þrátt fyrir mikla þurrkatíð eru flatirnar á vellinum eins og best gerist hér á landi og þótt víðar væri leitað.

Þá hefur umferð um völlinn aukist gríðarlega og segir Páll það sérlega ánægjulegt enda stefna GG að völlurinn sé fyrst og fremst fyrir hinn almenna kylfing.