GRINDAVÍK Í UNDANÚRSLIT!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ í fyrsta skipti síðan 1994 með öruggum sigri á B-deildarliði Víkings í Víkinni 3-0. Grindvíkingar léku þétta vörn og nýttu færi sín vel og verskulduðu sigurinn. Grindavík verður því í pottinum ásamt KR, Þrótti og svo annað hvort Fram eða Stjörunni sem mætast í kvöld.

Grindavík náði forystu á 33. mínútu.  Þá fékk Pape Mamadou Faye boltann í teignum eftir stutta hornspyrnu og gat ekki annað en rennt boltanum í netið.

Grindvík byrjaði síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og voru þeir búnir að bæta við forystuna á 47.mínútu.

Þá átti Pape Mamadou Faye frábæran sprett upp vinstri kantinn og átti góða fyrirgjöf sem endaði fyrir fótum Alexanders Magnússonar sem hamraði boltanum í netið. Gestirnir því komnir með fulla stjórn á leiknum þegar stutt var liðið af síðari hálfleiknum.

Gestirnir úr Grindavík gerðu svo endanlega útum leikinn á 78.mínútu. Ray Anthony átti þá langskot sem söng í netinu. Glæsilegt mark hjá Ray en það er ekki á hverjum degi sem þessi snaggaralegi leikmaður er á skotskónum.

Myndasyrpu frá fótbolta.net frá leiknum má sjá hér.