Grindavík krækti í stig gegn Selfossi í Pepsideild karla í gærkvöldi en liðin skildu jöfn 3-3. Grindavík lenti undir 3-1 en Óli Baldur Bjarnason jafnaði metin í uppbótartíma.
Það stefndi allt í sigur Selfoss og þar með hundraðasta sigur þjálfarans Loga Ólafssonar í efstu deild þegar skammt var eftir af leiknum en Alexander Magnússon minnkaði muninn í 3-2 á 87. mínútu áður en Óli Baldur jafnaði á annarri mínútu í uppbótartíma.
Jón Daði Böðvarsson kom Selfyssingum í 1-0 á 14. mínútu með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu sem var óverjandi fyrir Óskar Pétursson. Matthías Örn Friðriksson jafnaði síðan metin þrettán mínútum síðar eftir klafs í teignum eftir aukaspyrnu. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Ólafur Karl Finsen glæsilegt mark eftir stoðsendingu frá Viðar Erni Kjartanssyni en skot hans var öruggt fyrir utan teig, Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyririði Selfyssinga kom síðan heimamönnum í 3-1 á 75. mínútu eftir hornspyrny frá Joseph Tillen.
Grindvíkingar áttu, eins og áður sagði, lokaorðið og með innkomu Scott Ramsay urðu Grindvíkingar hættulegri. Þeir nýttu sér vindinn í bakið og á 83. mínútu skoraði Alexander Magnússon eftir aukaspyrnu frá Scott Ramsay. Þeir endurtóku síðan leikinn þegar Ólafur Bjarni Baldursson skoraði eftir hornspyrnu frá Scott Ramsay og jafnaði leikinn 3-3. Liðin skiptu því með sér stigunum og Grindvíkingar enduðu þar með þriggja leikja taphrinu sína. (Vísir).
Grindavík er enn í neðsta sæti ásamt ÍBV með 2 stig.