Tap í fyrsta leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir BÍ/Bolungarvík í B-riðli 1. deildar kvenna 4-1. Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði eina mark Grindavíkur á 56. mínútu og minnkaði þá muninn í 2-1. Óhætt er að segja að Grindavíkurliðið hafi verið gjörbreytt frá því í fyrra og ljóst að það tekur tíma að púsla saman nýju liði. 

Systurnar Þórkatla Sif og Margrét Albertsdætur og Kristín Karlsdóttur eru einar eftir frá þeim kjarna sem verið hefur undanfarin ár. Marta Sigurðardóttir hefur tekið fram skóna að nýju og var í liðinu ásamt yngri systur sinni Ingibjörgu. Jafnframt var Guðný Gunnlaugsdóttir einnig með en aðrir leikmenn komu úr 2. og 3. flokki.

Mynd: Ingibjörg skorar fyrir Grindavík gegn BÍ/Bolungarvík.