Grindvíkingar hafa fengið sænska varnarmanninn Mikael Eklund til liðs við sig en hann hefur fengið leikheimild með félaginu. Eklund, sem er 31 árs, kemur frá IK Brage sem leikur í næstefstu deild í Svíþjóð.
Eklund getur leikið sem miðvörður og vinstri bakvörður en hann varð sænskur meistari með Kalmar FF árið 2008.
Á ferli sínum hefur hann einnig leikið með Assyriska FF og Forssa BK í Svíþjóð.
Eklund er kominn með leikheimild með Grindavík og hann getur því leikið með liðinu gegn Fram í Pepsi-deildinni annað kvöld að því er fram kemur á fotbolti.net