Pape með þrennu gegn Hetti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar unnu Hött örugglega 4-1 í riðli þrjú í Lengjubikarnum í gær en leikið var í Reykjaneshöllinni.  Grindvíkingar komust í 2-0 með tveimur mörkum á stuttum kafla um miðbik fyrri hálfleiks og Pape Mamadou Faye bætti síðan við þriðja markinu og öðru marki sínu rétt fyrir leikhlé.

Pape innsiglaði síðan þrennu sína í síðari hálfleiknum áður en Högni Helgason náði að klóra í bakkann fyrir Hött.

Grindvíkingar enduðu með níu stig í riðlinum og sitja í fjórða sætinu en Höttur er með þrjú stig í botnsætinu fyrir síðasta leik sinn.